Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Wednesday, March 30, 2005

Íþróttahornið

Las einhvers staðar að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefði tapað 4-0 fyrir Króutum. Þeir eru, eftir minni bestu vitund í 94. sæti á styrkleikalista fifa. Athyglisverða í þessu samhengi er að það séu til svona mörg lönd til að Ísland geti verið svona neðarlega. Reyndar held ég að það séu til hátt í 200 lönd í heiminum. Samvkæmt því er Ísland bara í efri kantinum. Duglegir. Kannski væri svolítið flott ef Ísland væri númer hundrað og eitthvað? Alltaf gaman þegar komnir eru þrír tölustafir í samhengið, eins og þegar fólk er meira en hundrað ára.

En að öllu gamni sleppt. Þessi árangur Íslendinga er eiginlega fyrir neðan allar hellur. Þeir stóðu sig nefnilega vel þarna um árið. Það vandræðalega í þessu öllu, er að síðustu ár hafa verið reist held ég fjögur eða fimm fótboltahús. Þau eru risastór og mengun fyrir augun. Örugglega fokdýr í þokkabót. Hvað væri hægt að reisa hús fyrir marga heimilisleysingja í 3. heiminum fyrir þessa peninga? Vandræðaleg tilhugsun.

En þetta átti svo sannarlega að lyfta Íslenskri knattspyrna í hæstu hæðir. Norðmenn höfðu gert þetta og þá þótti sjálfsagt að apa eftir þeim. Herma eftir Norðmönnum? Normenn eru góðir í skíðagöngu, ekki fótbolta. En ástæða þess, að Íslendingar gátu eitthvað áður, var auðvitað sú að þetta voru kappar sem æfðu í snjó og slyddu, roki og rigningu. Menn eins og Albert Guðmunds og svona hetjur. Veðrið gerði þá að harðjöxlum sem létu ekkert á sig fá. Annað en þessi fótboltahús, gera strákana okkar að algjörum "fimsum" (dönsk sletta, fims dregið af feminin sem þýðir kvenlegur). Já, þetta eru fims og ekkert annað sem pása upp á hárgreiðsluna í miðjum landsleik og blása á sér hárið í hálfleik.

Annað er þó hægt að segja um íslenska kvennalandsliðið. Þær eru góðar. Ólíkt meiri karlmennska þar á bæ. Frá og með deginum í dag verða það stelpurnar okkar!

Thursday, March 24, 2005

Einhvern? heim

Jæja, nu er skaknørdinn Bobby kominn til Islands. Stjornvøld mega eiga thad ad hafa verid samkvæm sjalfum ser i vitleysu. "Ja, best ad reisa virkjun sem leidir til leidinda. Svo getur skakgæinn fengid rikisborgararett". Otrulegt ad thjod, sem bladrar jafnmikid um politik, skuli svo eiga svona politikusa sem akveda ut i loftid. Annars mun gæinn setja svip sit a islenskt mannlif. Vid erum ju ekki øll eins, svo thad er gaman ad fa fleiri liti i floruna.

For ad hugsa um dæturnar hennar Sofiu Hansen i thessu samhengi, veit ekki af hverju, en thær virkilega komu aldrei heim! Thær voru sviptar sinum mannrettindum nr. 1, sem er ad vera i umsja modurastar. Ordid svolitid langt sidan thad allt var i gangi, en eg man samt vel eftir thvi. Mer leid eins og eg væri ad fylgjast med kvikmynd, sem madur sæi tho bara 5 minutur af a dag, og ætti svo ad enda med ad thær kæmu gladar heim i fadm modurastar. Godi endirinn kom samt eitthvad aldrei. Half thjodin gekkst upp i ad stydja hana, en nei, thjodin tapadi. Undarlegt ad upplifa vondan endi a kvikmynd, serstaklega thessari. Nu man eg ekki eftir thætti stjornvalda i thessu mali, en gerdu their jafnmikid og their gerdu til ad frelsa Bobby?

Fyndid lika ad gæinn, Isak Halim Al, sem rændi børnunum var islenskur rikisborgari. Ef eg man rett. Thad a hann sameiginlegt med Bobby. Ørugglega ekki neinn gydingavinur heldur. Ja thad eru tha mennirnir, sem fa ad vera islenskir rikisborgar! Vid Islendingar erum otrulega stolt yfir ad vera Islendingar, en svo fa einhverjir svona typur ad vera Islendingar eins og ekkert se sjalfsagdara.

En aftur ad dætrunum. Thær eru ca. jafngamlar mer og gætu verid ad teikna framtidina i arkitektaskola. Nu eru thær eflaust ad skura fyrir manninn sinn sem theim var skipad ad giftast. Bobby kemur til Islands og skaknørdarnir bydja um eiginhandararitun. Svo fer hann ad røfla um gydinga og kannski ad tefla, ef vid verdum heppin. Allt røflid audvitad a ensku.

Allavega, eg hlakka til ad upplifa islenskt mannlif thegar eg kem heim i sumar. Geta Islendingar lært af Bobby? Eru thetta kannski skilabod ad ofan? Verdur eflaust spennandi ad fylgjast med framvindu mala. Finnst thetta samt allt surealististiskt.

P.s. sorry med ekki islensku stafina. Duttlungafulla tølvan min sko!

Monday, March 21, 2005

Að borga eða borga ekki í strætó?

Ferðast með strætó, er stór þáttur í daglega lífinu hér í Aarhus. Strætókerfið hér er heldur ekki til að hlæja af, eða gráta yfir, eins og í Reykjavík. Útpælt og hraðvirkt kerfi sem svínvirkar. Hinsvegar ruglandi þegar taka á strætó í fyrsta skipti, það er nefnilega gengið inn að aftan. Þar kaupir maður miða í sjálfsala eða stimplar þar fyrirframkeypt kort. Hvort tveggja gildir í tvo tíma. Svo er farið út að framan. Engin samskipti við strætóbílstjórann, nema að segja: "Farvel".

VIð þetta kerfi hefur margur Íslendingurinn, sem vanur er gríðarháum strætógjöldum í Reykjavík, sett spurningamerki við: "Er ekki hægt að taka strætó án þess að borga?" Svarið er jú, það er gjarnan hægt, en ekki alltaf. Það eru nefnilega heilmargir í vinnu við að ganga upp í strætóana til að athuga hvort fólk hafi borgað. Ef maður hefur asnast til að borga ekki, þá fær maður 500dkr. í sekt ( ca. 6000 kr. íslenskar).

En valið, til að borga ekki, er svo sannarlega fyrir hendi. Nennir maður virkilega að borga þegar maður fer út eftir 3 mínútur? Hverjar eru líkurnar á að það komi einhver vörður kl. 10 á laugardagskvöldi? Svona er endalaust hægt að hugsa. Hinsvegar fremur heimskulegt að hugsa svona. Ef maður sleppir einu stimpli þá jafngildir sektin 50 stimplum! En það eru ótrúlega margir sem láta glepjast. Örugglega heldur ekki mestu peningafólkið sem tekur strætó. Fólk sem á lítinn pening tekur strætó. Og af hverju á það lítinn pening? Jú, af því það asnast m.a. til að fá strætósektir.

Hinsvegar fremur athyglisvert að sveitarfélagið skuli reyna að græða á óskynsemi borgaranna. Er það alveg siðferðilega rétt? Já, ef á heildina er litið þá er almenningur frekar að græða á þessu en tapa. Þarf frekar fáa sauði til að margfalda peningana á þennan hátt. En meirihlutinn er tvímælalaust að græða. Afleiðingin er skilvirkt og gott strætókerfi sem allir geta nýtt sér.

Annað athyglisvert, sem þetta kerfi býður upp á, er fólk sem borgar ekki en reynir að tala sig út úr sektinni. Þetta er vettvangur fyrir fólk til að athuga hversu gott það sé að ljúga og tala sig úr vandræðum. Sumir, gjarnan Íslendingar, eru oft gríðarlega sleipir. Tala einhvers konar brogað mál og segjast vera nýkomnir til landsins. En Danir kunna hinsvegar ekki svona. Gott dæmi er ein bekkjarsystir mín sem sagði við vörðinn: "Ég gleymdi stimpilkortinu heima!" Hlýtur hreinlega að vera drepfyndið fyrir verðina að heyra svona vitleysu.

En hvaðan er þessi manneskjulega þörf, að reyna að leika á kerfi, uppruninn? Félagsfræðileg ráðgáta, eða hvað? Segja má að hér sé fólk að svindla í litlum mælikvarða, ólíkt sumum skattsvikurum og þess háttar öpum. Ef maður kemst upp með að borga ekki í strætó, þá er það ekki hundrað í hættunni fyrir sveitafélagið. Reyna að spara tíkall, hræðilegt. En þetta kerfi er stórsnjallt. Það leikur á fólk sem reynir að leika á kerfið. Það leikur sér að svindlurunum í samfélaginu. Spurningin er hvort unt væri að gera það sama í stærra samhengi?

Thursday, March 17, 2005

Heimur kvikmyndanna: Darkwater

Japönsk hryllingsmynd. Ung kona, nýfráskilin, flyst með ungri dóttur sinni í kuldalega blokk í Tokyo. Fær vinnu við ritskoðun, leikskólapláss fyrir dóttur sína svo allt virðist leika í lyndi fyrir mæðgurnar. Annað kemur auðvitað á daginn, þær uppgötva léka í íbúðinni og kranavatnið er langt í frá eins gott og það íslenska. Í ofanálag líður dótturinni undarlega á leikskólanum og móðirin kemur allt of seint að sækja hana einn daginn. Í myndinni blandast saman saga annarrar stelpu sem einnig var sótt of seint í leikskólann. Stórkostleg mynd, hef þó sjaldan verið jafn hræddur. Einnig hrærður í lokin. Skýrt þema myndarinnar, móðurástin, eru gerð skil á stórfenglegan hátt. Sömuleiðis er birtingamynd vatns í myndinni ótrulega áhrifaríkt.

Hef ekkert að setja út á þessa mynd. Ætla ekki að vera spar á yfirlýsingarnar, besta hryllingsmynd sem ég hef séð. Þó er ekkert blóð eða slím í myndinni. Hræðsluatriðin birtast í formi útpældra smáatriða. Eitthvað óvænt bregður fyrir og gerir mann svo hræddan. Segja má að Japanir hafi tekið þessa grein kvikmyndanna, hryllingsmyndirnar, og þróað þær allverulega. Vafalaust hafa þeir eytt miklum tíma í að stúdera vestrænar hryllingsmyndir, til að mynda er skemmtileg tilvitnun í "The Shining" í einu atriði myndarinnar.

Nú verð ég að búa mér til svona einkunnakerfi til að geta dæmt myndina út frá. Það skal vera nýstárlegt. Þessar stjörnur eru alveg orðnar þreyttar. Alveg misnotaðar líka grimmt þegar dæma á íslenskar myndir, þær fá allar 3 stjörnur! Eitthvað geðveikt frumlegt. Hm. Svona kaka kannski? Myndin fær fulla köku. Eða einhverja sértaka tegund af köku? Allar íslenskar myndir fá t.d. Hnallþórur! Haha. Það eru alveg allir með sitt system hvernig dæma eigi myndir. Kannski ekkert sniðugt að vera með system. Bara það, að myndin fær umfjöllun á blogginu, er nóg hrós? Hef það bara þannig.

Sunday, March 13, 2005

Fermingardagurinn

Það ætti ekki að fara framhjá neinum lesanda mbl.is að fermingar eru í nánd. Þar hafa lesendur getað séð auglýsingar, frá sitthvorum bankanunum, þar sem sjá má uppáklædda fermingardrengi. Annar, strákurinn með síða hárið, (sem ég kannast einhvers staðar við?) er alveg hissa. Gæti verið að segja, með unglingatón: "díses kræst?" Í hinni auglýsingunni, frá Landsbankanum, má sjá mynd af mér fyrir 10 árum. Fölur og frár með síþreytta fermningargerfibrosið.

Hérna endurspeglast fermingar nútímans í öllu sínu auglýsingavaldi. Það þarf enginn að efast að fermingar hafa fyrir löngu glatað sínu upprunalega gildi. Allir vita að flest af þessum börnum fermast út á gjafirnar, meðan þau ættu í raun að kasta öllu veraldlegu frá sér og íhuga boðskap kristinnar trúar.

Mesta tvíhyggjan er þó örugglega borgaraleg ferming. Hún gengur meira út á klisjuna "að vera komin/nn í fullorðinna manna tölu". Að einu leyti er þetta s.s. alveg rétt, það er á þessum aldri sem börn byrja að stunda heimskupör fullorðna fólksins og verða unglingar. Ég get bara ekki séð að þetta nokkurt fagnaðarefni. Og það að gefa gjafir rugla krakkana alveg í ríminu.

En þar sem um þúsund aðrir hafa vælt yfir þessum kapítalísku fermingum, þá ætla ég að hætta vælinu hér og kíkja á jákvæðu hliðarnar. Ef áðurnefndar auglýsingar eru bornar saman ber nefnilega margt áhugavert á góma. Þær endurspegla, fyrst og fremst, andstæður þessa tíma. Sum fermingarbörn eru orðnir óþolandi unglingar á meðan önnur er enn voða mikil börn.Í Landsbankaauglýsingunni má sjá fermingarbarnið sem enn er barn. Alveg undarleg þessi mynd af stráknum. Eiginlega svolítið kaþólskt yfirbragð yfir honum, eins og hann sé klipptur út úr einhverri helgimynd. Gæti líka verið enskur kórdrengur. En maður fær það virkilega á tilfinninguna að hann sé að fara að ganga í gegnum eitthvað heilagt. Svo þegar það er búið getur hann sparað og kannski unnið fartölvu. KB banki stílar aftur á móti inn á fermingarbörn sem eru orðin unglingar.

Það sem er samt skemmtilegasta við þetta allt, er að unglingarnir/börnin eru sett inn í allt annað samhengi en er þeim eðlilegt. Þau eru klædd upp eins og fullorðið fólk og eiga nú að temja sér siði fullorðna fólksins. Sem og þau líka gera á sjálfum fermingardeginum. Fólk, sem þau þekkja ekki neitt og vita ekkert af hverju er í veislunni, gefur þeim gjarnan gríðarleg heilræði. Og börnin kinka kolli án þess að hafa hugmynd um hvad þessi gestur er að meina. Taka svo kurteislega á móti gjöfum, ganga svo um með gestabók og bókstaflega allir gefa ráð.

Daginn eftir er svo öllum sama um þessi grey, þau verða unglingar aftur, fara í skólann þar sem þau eru skömmuð fyrir að vera unglingar. Eitthvað minna um heilræðin þá. Skil vel að börn á þessum aldri botni ekkert í hlutunum. Ekki geri ég það.

Að klæða barn upp sem fullorðið er eins og einhver vísindaleg tilraun. Mjög spennandi tilraun. En það er gaman að fylgjast með. Sérstaklega þegar börnin lifa sig inn í hlutverkið. Og þó að hinn upprunalega tilgangur týnist einhvers staðar, þá er líf og kærleikur yfir þessum degi. Það er gott.

Thursday, March 03, 2005

Fréttaskýringar

Nýr liður í blogginu hjá mér, að rakka niður asnalegar eða illa útfærðar fréttir. Datt nefnilega á mbl.is þar sem saman eru komnar margar af heimskulegri fréttum sem ég hef lesið.

Bush segir að „stærsta áskorun nútímans“ sé að verjast bin Laden
Já, þetta karlgrey. Kann alveg tökin yfirlýsingunum. Hvers konar undarleg áskorun er þetta? “Ég skora á sjálfann mig að verjast árásum!” Ef svo hræðilega vildi til, að árás yrði gerð aftur, þá er það einfaldlega lífsnauðsynlegt að verjast þeim. Svona manneskjuleg sjálfsbjargarviðleitni. Áskorun nútímans væri frekar að leysa úr deilum Ísraels og Palestínumanna, svo dæmi sé tekið. Engu að síður spennandi spurning, hver sé stærsta áskorun nútímans?

Lóðum undir 200 námsmannaíbúðir úthlutað í Grafarholti
Já það eru svo sannarlega mannvitsbrekkur við stjórnvölin í Reykjavíkurborg. Gríðarlega hagkvæmt að vera ungur námsmaður í Háskóla Íslands og búa við golfvöllinn í hinum enda borgarinnar. Í Aarhus er reyndar að finna stúdentagarða í smávegis fjarlægð en borgin er nú talsvert þéttbýlli en Reykjvík. Hvernig væri að reyna að fylla upp í eyðurnar? Hvar er metnaðurinn? Ég vil sjá íslenska stúdenta mótmæla þessari vitleysu!

Esso og Olís lækkar eldsneytisverð á ný
Alltaf spennandi þessar fréttir um bensínverð. Eitthvað til að tala um í vinnunni ef upp kemur vandræðaleg þögn. Og þó. Þetta eru nefnilega einhverjar leiðinlegustu og ómerkilegustu fréttir á jarðríki. Fólk uppgötvar alveg þessar verðbreytingar ef það með glöggt neitendaauga. Það þarf hvort sem er að taka bensín!

Will Smith: Ekki fleiri eiginhandaráritanir á brjóst kvenna
Rúsínan í pylsuendanum. Gaurinn er hneykslaður á konunum sem biðja um að hann gefi eiginhandaráritun á brjóstin á þeim. Skrifar samt á brjóstin eins og ekkert sé! Ekkert verið að skoða sína eigin dómgreind. Og gefa svo út svona yfirlýsingu eins og einhver Bandaríkjaforseti. Steikt!

Nokkuð gaman að skrifa svona pistil og gæti ég haldið áfram í allt kvöld. Þarf samt að drífa mig núna. Kemur meira seinna.