Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, March 03, 2005

Fréttaskýringar

Nýr liður í blogginu hjá mér, að rakka niður asnalegar eða illa útfærðar fréttir. Datt nefnilega á mbl.is þar sem saman eru komnar margar af heimskulegri fréttum sem ég hef lesið.

Bush segir að „stærsta áskorun nútímans“ sé að verjast bin Laden
Já, þetta karlgrey. Kann alveg tökin yfirlýsingunum. Hvers konar undarleg áskorun er þetta? “Ég skora á sjálfann mig að verjast árásum!” Ef svo hræðilega vildi til, að árás yrði gerð aftur, þá er það einfaldlega lífsnauðsynlegt að verjast þeim. Svona manneskjuleg sjálfsbjargarviðleitni. Áskorun nútímans væri frekar að leysa úr deilum Ísraels og Palestínumanna, svo dæmi sé tekið. Engu að síður spennandi spurning, hver sé stærsta áskorun nútímans?

Lóðum undir 200 námsmannaíbúðir úthlutað í Grafarholti
Já það eru svo sannarlega mannvitsbrekkur við stjórnvölin í Reykjavíkurborg. Gríðarlega hagkvæmt að vera ungur námsmaður í Háskóla Íslands og búa við golfvöllinn í hinum enda borgarinnar. Í Aarhus er reyndar að finna stúdentagarða í smávegis fjarlægð en borgin er nú talsvert þéttbýlli en Reykjvík. Hvernig væri að reyna að fylla upp í eyðurnar? Hvar er metnaðurinn? Ég vil sjá íslenska stúdenta mótmæla þessari vitleysu!

Esso og Olís lækkar eldsneytisverð á ný
Alltaf spennandi þessar fréttir um bensínverð. Eitthvað til að tala um í vinnunni ef upp kemur vandræðaleg þögn. Og þó. Þetta eru nefnilega einhverjar leiðinlegustu og ómerkilegustu fréttir á jarðríki. Fólk uppgötvar alveg þessar verðbreytingar ef það með glöggt neitendaauga. Það þarf hvort sem er að taka bensín!

Will Smith: Ekki fleiri eiginhandaráritanir á brjóst kvenna
Rúsínan í pylsuendanum. Gaurinn er hneykslaður á konunum sem biðja um að hann gefi eiginhandaráritun á brjóstin á þeim. Skrifar samt á brjóstin eins og ekkert sé! Ekkert verið að skoða sína eigin dómgreind. Og gefa svo út svona yfirlýsingu eins og einhver Bandaríkjaforseti. Steikt!

Nokkuð gaman að skrifa svona pistil og gæti ég haldið áfram í allt kvöld. Þarf samt að drífa mig núna. Kemur meira seinna.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hahaha. Þetta er skemmtilegur liður hjá þér haltu þessu áfram. mjög skondin þessi yfirlýsing hjá Bush. Stærsta áskorun nútímans að verjast einhverjum nýrnarveikum kalli, þjálfaðan af Könunum, í hellum í Öfganistan. Hvað varð annars um bin Laden. Hann er farinn að verða álíka þjóðsagnakenndur og Sæmundur fróði

March 4, 2005 at 5:23:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Hvað, er enginn að kommenta hér nema ég? Voðalega ríkir mikil lognmolla í kring um þetta blogg. Ég var að vonast til að allt yrði vitlaust í kringum þetta. Enginn að rífa sig!

March 12, 2005 at 11:58:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home