Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, January 06, 2005

Áramótaávarp

Ég er ekki búinn að lesa eitt einasta áramótaávarp. Þau eru eitthvað svo mörg, og löng. Ég veit bara að forsetinn vill búa til menntaverðlaun, forsætisráðherrann er í hugleiðingum um gildi fjölskyldulífs en ég man reyndar ekki hvað biskupinn var að tala um (hálf vandræðalegt það) en það var eitthvað sem var umdeilt. En í ofanálag hef ég engann áhuga á að lesa þessi ávörp. Þau eru bara ávarpanna vegna. Ennfremur er tekið viðtal við foringja alla stjórnmálaflokkanna um líðandi ár. Þar tína/týna (afsakið ástkæra móðurmál!) þeir saman það sem gerðist á árinu, en eru í raun bara að endurtaka. En það vita allir hvað gerðist á árinu! Við mannfólkið erum ekki með gullfiskaminni. Hvernig er ekki hægt að vita hvað hefur gerst? Allar fréttir og umræður eru síendurteknar í öllum fréttatímum og fólk ræðir líka um hitamálin þegar allt er á suðupunkti.
Íslendingum leiðist nefnilega ekki dramatískar umræður.
Annað hvimleitt um áramót eru allir þessir spádómar. Bara allar fá allt í einu spádómsgáfur. Eða þannig. Flest er þetta nefnilega allt frekar augljóst. Ef einhver myndi t.d. spá fyrir mér þá væri það á þessa leið: “Þú munt klára stóran áfanga á árinu. Svo muntu kynnast einhverri stelpu sem höfðar til þín, en þú ert þó ekki viss! Svo mun þér ganga illa i viðskiptum.” Þetta er hægt að túlka á milljón vegu, svo spádómurinn rætist. Það er líka jafnauðvelt að spá: “Þú munt tannbursta þig á árinu!”
Nú myndi einhver nú mig annaðhvort “kverólant” eða nöldrara. Til að forðast slíkan misskilning ætla ég að koma með nýstárlega lausn á þessum áramótapirringi. Í stað þess að horfa eitt ár, fram og til baka, legg ég til að við rýnum í önnur ártöl. Einhver háttsettur, t.d. forseti vor, gæti þá dregið ártal úr hatti. Eitt úr framtíðinni, annað í fortíðinni. Um áramót myndu þá einstaklingar og fjölmiðlar rifja upp eitthvað allt annað ár en það liðna, koma þannig í veg fyrir mögulegan pirring sem hlotist hafi á árinu og dreifa þar með huganum. Hvað gerðist t.d. árið 1987? Innlendur og erlendur fréttaannáll árið 1987! Hvað talaði fólk um? Þetta væri ennfremur tilvalinn vettvangur fyrir sögukennslu, að lifa sig inn í eitthvað allt annað ár.
Hvað varðaði framtíðina væri miklu skynsamlegra að setja sér markmið fyrir eitthvað “random” ár. Fólk er hvort sem er búið að gleyma hvaða áramótaheit voru fyrir einu ári og sumir jafnvel reyna að gleyma glötuðum áramótaheitum ef illa hefur tekist til (t.d. með megrun og þess háttar.. hehe). Hvað ætla ég mér í lífinu árið 2017? Einhverjir eiga s.s. eftir að misnota þetta: “Árið 2017 verð ég orðinn grannur!” Þess vegna mætti fólk ekki taka þessum markmiðum of alvarlega. Árið 2017 stefni ég t.d. á að kaupa mér lítið vélmenni sem sér um að tannbursta mig!
Hvað varðar framtíðarspádóma þá fær maður aldrei nóg af þeim. Árið 2017 mun fólk ferðast um á svifnökkvum í stað bíla. Enginn reykir lengur. Það verður “trend” að búa í torfhúsum og eiga sína eigin kú fyrir mjólkina í kaffið.
Nú finnst eflaust einhverjum ég vera orðinn of róttækur. Margt fólk vill halda i hefðirnar, rifja upp liðið ár og spá í því næsta. Fyrir það fólk vil ég halda fast í Áramótaskaupið sem gefur oft góða yfirsýn og er stundum líka fyndið. Fyrir þá sem vilja heyra spádóma þá verður ráðinn einn allsherjar spámaður. “Spámaður Íslands” eða “Spámaður ríkisins”. Svona embætti hjá ríkinu, eins og ríkissáttasemjari. Verndað starfsheiti og virt, og fyrir vikið munum við koma í veg fyrir alls kynns falls spámenn og illa ígrunndaða spádóma. Í starfinu verður þá manneskja sem virkilega hefur spámannshæfileika.

Ég er eflaust að ætlast til mikils að þjóðinni að breyta svona til. Vandmálið er bara að núverandi venjur eru einfaldlega orðnar þreyttar og leiðinlegar. Þó er ég hrifinn af gömlum hallærislegum venjum, eins og í Menntaskólanum, en einhvers staðar verður að draga mörkin. Áramót eru nefnilega svo ótrúlega oft. Meðaleinstaklingur mun upplifa áramót svona 80 – 90 sinnum á ævinni. Og af hverju ætti atburður, sem er í eðli sínu ekkert merkilegur, alltaf að vera eins?

3 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég held að Íslendingar hafi stundum gullfiskaminni. Stór hneyksli eiga til að steingleymast. Þess vegna kýs það líka þessa þreyttu ríkisstjórn yfir sig. Ég er t.d. viss um að fólk sé búið að gleyma fjölmiðlamálinu.

Annars er gaman að bloggið sé risið upp úr dvala.

Kv, Björn Reynir

January 7, 2005 at 2:38:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Bjarki þú ert orðinn svo róttækur kallinn, ég yrði ekkert hissa ef þú myndir leiða byltingu í framtíðinni;)

Kv. Siggi Freyr

January 9, 2005 at 8:15:00 PM GMT+1

 
Blogger Áslaug Einarsdóttir said...

Myndi ég þá fylgja þér heilshugar í byltingunni drengur! Örugglega stemming í því :)
Brill lausn á þessum drepleiðinlegu áramótaávörpum... ofsa glöð að þú sért kominn í bloggið aftur!
tjíp öpp þe gúdwörk ;)

January 9, 2005 at 11:44:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home