msn
Undarlegt með msn. Þar getur fólk gert alveg undarlegustu hluti nú til dags. Til dæmis nefnt sig eitthvað annað en það í raun og veru heitir. Og þetta frelsi, til að heita eitthvað annað, er auðvitað ofnotað eins og ég veit ekki hvað. Ég er s.s. ekkert skárri með þetta, auglýsti sjálfur bloggið mitt með þessum hætti. Örugglega enginn sem læsi þetta hér ef ég hefði ekki getað breytt msn nafninu mínu. Sumar nota þetta svo í politískum áróðri og aðrir lýsa vanþókknun sinni á þjóðfélaginu með því að kalla sig ”Bananalýðveldi” eða ”51 ríkið”. Það finnst mér reyndar geðveikt sniðugt. Hef ég þannig get fylgst með þjóðfélagsumræðunni í gegnum einn ágætan frænda minn. Sumir kalla sig eftir einhverjum frægum. Spennandi að vita hvort einhver kalli sig ”Bjarki G. Halldórsson” eða ”Bjarkitekt”? Pottþétt einhver.
En eitt skil ég þó ekki. Það er fólk sem skráir sig inn og heitir kannski nafnið sitt og svo í sviga ”laver projekt”. Fólk er að gefa það til kynna að það sé duglegt og sé að vinna í gríðarmiklu verkefni en vera svo bara alltaf á msn! Ég leyfi mér að efast um þennan dugnað. En skrítnara þegar þeir sömu segjast svo, með nafninu sínu, vera að deyja úr stressi og vera í tímaþröng!
Já það er nokkuð ljóst að msn er hinn argasti tímaþjófur. Sérstaklega þegar fólk eyðir tíma sínum í að gefa út yfirlýsingar um að vera að gera verkefni.
3 Comments:
Hjartanlega sammala, svo er eitt sem eg skil bara ALLS ekki, það er þegar folk er t.d. að vinna eða i ræktinni. Er folk ekki að grinast með að halda að það se omissandi? Getur hvort eð er ekkert talað við það fyrr en það kemur heim! Er þetta svona eins og simsvari þa?
Jæja, við syðralonarnir erum kannski bara tuðarar?
March 1, 2005 at 5:36:00 PM GMT+1
og þa er eg auðvitað að meina að það er skrað inn a msn a meðan það er i vinnu/ræktinni.....t.d. siggi {ræktin}
March 1, 2005 at 5:38:00 PM GMT+1
Fyndið. Svona eins og það merkilegasta sem fólk tekur sig fyrir hendur, sé að fara í ræktina!
March 1, 2005 at 8:39:00 PM GMT+1
Post a Comment
<< Home