Hvaða bylting?
Svo skemmtilega vildi til að ég fékk athugasemdir við síðustu færslu, meira að segja þrjár. Þar er ég studdur í byltingunni! Ég - bylting? Ónei. Langaði bara að koma með tillögur að skemmtilegri og nýstárlegri áramótum. Byltingar eiga það til að skapa vesen. Og ég nenni ekki veseni. En ég hef mikla trú á skemmtilegum og óraunsæum tillögum.
Og bloggið.
Já eins og alþjóð hefur tekið eftir er ég byrjaður að blogga eftir smá hlé. Hinsvegar vona ég að fólk líti framhjá stafsetningar og málfarsvillum. Kann nefnilega ekki að leiðrétta þetta, þó fólk hafi reynt að kenna mér. En kannski bara kúl að hafa smá vitleysu í þessu. Heldur ekki eins og þetta sé eitthvað útpæld og hönnuð heimasíða. Eina sem maður gerir er að velja sér "layout", og ég held að þetta sem ég valdi hafi verið það skássta. Vonandi hanna ég mína eigin heimasíðu fljótlega, en þangað til verður þetta að duga.
1 Comments:
Haltu þessu bara áfram Bjarki minn. Það er gaman að lesa byltingarblogg.
Svo gæti það ekki verið einfaldara að leiðrétta villur.
Þú ferð í "posting" og "edit posts" og þá kemur valmynd yfir allar færslur þínar með titlunum. Fyrir framan hvern og einn titil stendur edit í dökkbláum kassa. Þá færðu alla færsluna upp og getur leiðrétt vitleysur eða þess vegna skrifað færsluna upp á nýtt.
January 17, 2005 at 5:37:00 PM GMT+1
Post a Comment
<< Home