Matur
Fór um daginn út í kjörbúðina góðu. Alltaf stemning að koma inn í pakkfullabúð af framandi vörum og hitta kurteisa Íraka sem tala bjagaðri dönsku en ég. Og alltaf uppgötvar maður eitthvað nýtt. Um daginn tók ég eftir að þeir voru að selja einhvers konar fuglakjöt. Á pakkningunum stóð: “Ensk skógardúfa”. Var alveg eins og kjúklingur í laginu sem var búið að minnka fjórfalt og aðeins gráleitari á litinn. Svona kjúklingur litla mannsins.
En hefur einhver smakkað enska skógardúfu? Ætli hinn rammenski, hipp&kúl, kokkur án klæða, Jamie Oliver sé að sé að töfra fram enska skógardúfu? Með hverju ætli þetta sé borið fram? Englendingar sulla örugglega bara fullt af Vinager á þetta. Það finnst þeim gott.
Já það er margt sem maður á ólært í matarmenningunni. Ensk skógardúfa er eflaust matur sem borðaður hafur verið í aldanna rás. Kannski borða Englendingar þetta með bestu list einu sinni á ári, eins og við Íslendingar borðum þorramat? Veit ekki? En væri þó gaman að prófa og endurvekja e.t.v. gamlar enskar matarvenjur. Hljómar athyglisvert.
1 Comments:
Það er nú eins gott að þetta er ekki friðardúfan sem þeir eru að bjóða manni upp á.
February 5, 2005 at 3:27:00 PM GMT+1
Post a Comment
<< Home