Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, January 16, 2005

Vindkviðan – vísindi eða vísbending?

Sumir halda að Guð sé ekki til. Aðrir spyrja: “Hvað er Guð?” Margir trúa á Guð en spyrja einskiss. Ég trúi á Guð og hef margar spurningar. Ætla samt ekki að þreyta fólk með spurningum núna. En ætla að þreyta fólk með öðru. Atviki sem tengist Guði (eða það er ég viss um!).

Það var þegar ég var 10 ára og bjó í Hruna. Júlía, frænka, var í heimsókn. Það var sól og hiti og meira að segja logn. Hafði ekki yfir neinu að kvarta. Við Júlía vorum á gangi í átt að kirkjugarðinum. Þegar við vorum rétt fyrir utan hliðið að garðinum spurði ég, með hrokkafullum efasemdartón: “Trúirðu virkilega á Guð?”

Ég hafði vart sleppt orðinu, þegar það kom óþægilegur og mjög sterkur vindur sem feykti mér næstum um koll. Sjáanlegur vindur, vindstrókur, eins og líkan að fellibyl í mælikvarðanum 1:200. Og undarlegt hvað við gátum horft á hann færa sig yfir landið. Það var ætlunin að við myndum ekki gleyma honum.

Við vorum bæði gríðarlega hissa. En líka sammála um að þetta hefði eitthvað að gera með þessa óviðeigandi spurningu mína á þessum helga stað. Var Guð að sanna tilvist sína og mátt? Það vorum við samfærð um. Var með samviskubit lengi eftir á. Guð var að gefa mér spark, því ég var orðinn hrokafullt og óþakklátt barn.

Nú kynni einhver að segja að þetta hefði sínar vísindalegu skýringar. Í miklum hita eiga það til að koma vindkviður og oft er orðið hvasst um síðla dags. Sumir myndu kalla þetta barnatrú. Ég er enn sannfærður um að þetta hafi verið vísbending. Þetta varð til þess að ég hugsaði minn gang og þá hefur atvikið öðlast tilgang.

Við eigum að vera opin fyrir vísbendingum en ekki alltaf að reyna að útskýra hlutina. Samt líka hættulegt að túlka allar tilviljanir. Við vitum sjálf þegar atvik er vísbending og þá eigum við bara að hugsa okkur um. Guð stjórnar okkur ekki. Hann gefur vísbendingar sem við vinnum úr.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

merkileg reynslusaga Bjarki það er margt sem gerist i barnssinninu - þú ert heilmikill teólóg - far

January 17, 2005 at 11:57:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

já, ég hefði örugglega túlkað þetta sem vísbendingu!

Verð þó að segja, föður þínum eflaust til mikills ama, að ég hreinlega veit ekki hvort ég trúi. Annars er svo margt fólgið í þessu litla orði að kannski trúi ég, bara ekki enn búinn að átta mig á því.

Stattu þig snáði.

Siggi Freyr

January 18, 2005 at 5:19:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home