Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, January 20, 2005

Hvað er janúar fyrir nokkuð?

Janúar, er ekki alveg mánuðurinn þar sem allt er að verða vitlaust. Í rauninni ótrúlegt að fólk skuli fagna nýju ári þegar fyrsti mánuðurinn er jafn daufur og leiðinlegur og raun ber vitni. Kannski ekki satt að hann sé alveg leiðinlegur þar sem lífið er frekar skemmtilegt fyrirbæri, en allavega... Ég veit það ekki?

Hjá mörgum er þessi mánuður þó öllu tíðindameiri. Þá er ég að tala um fólkið í Arkitektaskólanum sem er að kynna lokaverkefnin sín og þar með að ljúka skólagöngu sinni. Magnað. Kíkti á lokaverkefni í dag hjá noskri stelpu sem ég þekki. Ingunn heitir hún og er vinkona Edith. Hún var að hanna sæti í svefnrútur. Hljómar ekki ýkja spennandi, en verkefnið var engu að síður ótrulega áhugavert og flott.

Að sofa í svefnrútu, er nefnilega alveg steikt. Það fékk ég að reyna í námferðinni í haust. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru sætin lögð upp eða niður. Í kjölfarið myndast nokkurs konar kojustemning, ef stemningu skildi kalla. Hæðin frá neðri koju upp í efri er ca. hálfur meter. Í stuttu máli sofa allir ofaní öllum við óþægilegar aðstæður. Sérstaklega óþægilegt að vera fyrir innan í neðri kojunni. Sem betur fer þurfti ég ekki að fara á klósettið, því þá hefði ég þurft að klifra vandræðalega yfir gaurinn sem var við hliðina á mér. Maður er alveg fastur, getur tæplega snúið sér eða rétt úr löppunum. Og það er eins gott að maður sofni! Að vera andvaka í svona aðstæðum er örugglega næstum jafnpirrandi og að vera kviksettur.

Hinsvegar hefur þetta ýmsa kosti í för með sér. T.d. er betra að sofa láréttur en í einhverjum keng, eins og maður vanalega upplifir í rútu. Vélarhljóðið í rútunni er líka ótrúlega þægilegt og svæfandi. Væri örugglega ekki vitlaust að taka hljóðið upp á snældu og selja til fólks sem getur ekki sofnað.

Verkefnið hennar Ingunnar gekk út á að búa til system sem var á allan hátt þægilegra og líka öruggara ef slys ætti sér stað. Ætla ekki að tíunda hvernig hún leysti verkefnið en ég get lofað að það er mikil þróun í gangi í sofirútusætabransanum. Ingunn er nefnilega í viðræðum við fyrirtæki sem vill framleiða þessi nýju sæti. Svo þegar fólk er að ferðast um og leggja sig í svefnrútum framtíðarinnar, þá getur það hugsað til Ingunnar.

Allavega, þá var ég djúpt “innponeradur” yfir svona flottu verkefni. Mikil hvatning að vera í skóla með jafn hæfileikaríku fólki. Ótrúlega gaman. Þetta ágæta lokaverkefni sýndi og sannaði að það er ýmislegt sniðugt í gangi í mánuðinum janúar.

3 Comments:

Blogger Áslaug Einarsdóttir said...

get ímyndað mér að sofa svona í rútu sé svipað og að sofa í Herjólfi á leiðinni til Eyja, hryllingur ef maður getur ekki sofnað. En svo bætist þynnkan við á leiðinni til baka þá ertu fyrst kviksettur!

January 21, 2005 at 2:25:00 PM GMT+1

 
Blogger Áslaug Einarsdóttir said...

gleymdi líka að minnast á fyrirsögnina hjá þér.... yndislegt hvað þú ert orðinn danskur bjarki! :) hehe

January 21, 2005 at 2:26:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Já, fyrirsögnin er dönskuskotin, en það er lika viljandi. Stíllinn minn sko. Ég er ekki Dani, fyrr skal ég hundur heita!

January 21, 2005 at 6:57:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home