Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Monday, February 21, 2005

Reykingar

Ef ég fylgist rétt með þá er til umræðu á alþingi að banna reykingar á kaffihúsum. Ekki amalegt fyrir óreykingamann eins og mig. En greyið allt reykingafólkið. Rosalega er verið að skerða persónufrelsi þessa fólks! Nú getur það ekki reykmettað föt okkar hinna, skaðað heilsu okkar og það þarf að anda að sér hreinu lofti. Og kannski hættir greyið fólkið að reykja. Og hvað gerir það þá? Hvað á þetta fólk að gera við 500 kallinn sem það sparar á dag? Svo ég tali nú ekki um þessi aukaár sem það þarf að lifa? Hræðilegt alveg! Hvert stefnir þetta þjóðfélag? Mér er spurn?

Og við sem ekki reykjum! Getum ekki eytt tíma okkar í að finna reyklaust kaffihús. Getum ekki lengur tekið tillit til vina okkar sem reykja með því að fara á kaffihús með reyk. Aumingja við.

Aumingja allir!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sammála þér frændi, en finnst þér samt ekki undarlegt að það sé enginn sem skuli hafa tekið af skarið og bannað þetta bara á sínum stað? Það eru nú ansi margir "out there" sem reykja ekki, þarf endilega að koma til lagasetning?

kv. Siggi Freyr

February 24, 2005 at 2:56:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Góður punktur. Jú, eiginlega undarlegt miðað við hvað Íslendingar geta verið nýjungagjarnir og stórhuga. Reyndar hef ég heyrt af reyklausum kaffihúsum en aldrei fundið þau. Leita betur!
Það væri auðvitað best ef reykingamenn tækju upp hjá sjálfum sér að sína meirihlutanum tillitsemi og hætta að reykja á kaffihúsum, án þess að til laga kæmi. Herferð gegn ótillitsseminni, reykingum á kaffihúsum, væri upplögð. Tillitsemi er orð sem vantar í umræðuna.
Ef það sýndi sig svo að reykingafólk hefði ekki þessa tillitsemi í sér, þá er ég hræddur um að lagasetning sé úrræðið.
Kv. Bjarki.

February 24, 2005 at 7:15:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Tilitssemi er ekki líkleg í landi þar sem veraldleg gæði eru öllu fremri og allt snýst um að skara eld að eigin köku, en þó mætti prófa að höfða til tilitsseminnar.

Af hverju prófar enginn staður að hafa reyklaust laugardagskvöld, kannski einu sinni í mánuði?

Þá mætti í raun segja að allt annað andrúmsloft ríkti á þeim kvöldum;) (djöf er ég ánægður með þennan)

Siggi

February 24, 2005 at 7:23:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

"Eru veraldleg gæði öllu fremri á Íslandi?" er alveg fyrirsögn a nyjum pistli. Eg vona svo sannarlega að svo sé ekki. Ég hef trú á minni þjóð og trúi því að hugarfarsbreyting geti átt sér stað. Sérstaklega þegar um er að ræða jafn sjálfsagðan hlut og að vera tillitssamur.
Því skora ég á alla reykingamenn, sem hugsanlega lesa þetta, að hætta að reykja á kaffihúsum sökum tillitssemi við náungann! Látið boðskapinn berast.
Kv. Bjarki.

February 24, 2005 at 7:49:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Frelsi reykingarmanna er að vera ekki háður reykingum.

February 25, 2005 at 10:48:00 AM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home