Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Saturday, February 05, 2005

Fagurfræðileg læknisfræði

Allt er nú til. Var að vafra á Vísindavefnum góða og rakst á grein um læknablóðsugur. Hafði nú einhvers staðar heyrt um svoleiðis, samt svo skrítin tilhugsun. Nú er ég ekki líffræðingur og þess vegna allt svona frekar framandi. Reyndar meiriháttar áhugavert. Verð þó að játa að aldrei dytti mér svona nokkuð í hug, að nota blóðsugur í lækningaskyni. Hugmyndaflugið hjá þessum læknum!

Í mínu tilfellu vekja blóðsugur upp viðbjóð. Þar af leiðandi ættu þær að gera ógagn. En þær geta að vísu gert mikið gagn. Reyndar athyglisvert að ef nánar er litið á þær aðferðir sem gjarnan eru notaðar til að lækna fólk, þá er nú ekkert sem virkar mjög rómantískt. Fá sprautu í rassinn. Taka inn bragðvond lyf. Vera skorinn upp. Allt svo mótsagnarkennt.

Ef ég væri læknir, með mínar hugmyndir um læknisfræði, þá myndi ég t.d. segja við sjúkling með magaverk:
“Þú færð þennan kött hér í viku. Láttu hann liggja í kjöltu þinni tvisvar á dag, klukkutíma í senn og magaverkurinn hverfur”.
Það færi enginn sjúklingur heim með blóðsugur i krukku. Læknirinn, ég, trúi því að þægilegheit lækni.

En af hverju er ég að hugsa þetta? Er þetta fagurfræðin í mér? Uppskurður skilur eftir ör og svona pælingar? Hvað er þá hægt að segja um lýtalækningar? Þar er mesta mótsögnin. Til að vera fallegur er oft alveg viðbjóðslegum aðferðum beitt, sem ég hef séð í þáttum í danska sjónvarpinu (Danir eru með einhverja þráhyggju hvað varðar heimildarþætti um lýtalækningar). Lýtalækningar eru þó á sinn hátt “lúxuslækningar” en í praksis (afsakið slettu), enginn lúxus. Þær eru ekki lífsnauðsynlegar, meira svona afsprengi ófrumlegra hugmynda um fegurð.

En hvaða lærdóm er hægt að draga? Til að lifa góðu og fallegu lífi, þá þarf fólk að ganga í gegnum eitthvað viðbjóðslegt af og til? Svona stærfræðileg jafna. Veit ekki? En það skal enginn læknir klístra á mig blóðsugur til að mér líði betur.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"Ófrumlegar hugmyndir um fegurð"? Ég veit ekki hvort samfélagið hafi ófrumlegar eða frumlegar hugmyndir um fegurð en það er ljóst að á meðan útlit fólks skerðir lífsgæði þess má réttlæta lýtaaðgerðir.
Það er svo auðvelt að setja sig í dómarasæti og segja að lýtaaðgerðir séu "lúxuslækningar". Samfélagið gerir kröfur um útlit fólks og á meðan þær kröfur viðgangast lúta einhverjir í lægra haldi fyrir þeim. Ef eitthvað er hægt að gera fyrir þessa einstaklinga ættu þeir að eiga rétt á því að fá það gert. Lýtalæknigar eru ekki ómerkilegri en aðrar lækningar því að takmark þeirra er að bæta líðan einstaklingsins. Enginn ætti því að þurfa að sæta fordómum fyrir að hafa farið í lýtaaðgerð.


- Sverrir.

February 5, 2005 at 9:55:00 PM GMT+1

 
Blogger Unknown said...

Samfélagið má nú ekki vera allt of kröfuhart. Fólk getur alveg verið fallegt fyrir og þá skal ekkert vera að nota fegurð sem einhverja söluvöru. Ef fólk heldur að það sé ljótt, þá ætti frekar að segja því að það sé fallegt heldur en að nota óænægju þess til að selja þeim einhverjar lýtaaðgerðir. Ég ætla að vona að samfélagið sé ekki orðið það grunnhyggið að maður þurfi að eyða miklu fé í lýtaaðgerðir til að teljast fallegur. Svo skiptir innræti manna líka máli. Ekki gleyma því.

Björn Reynir

February 6, 2005 at 5:52:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Eg er alveg sammala ad i mørgum tilfellum seu lytalækningar af hinu goda. Thvi ma segja ad eg hafi tekid of stort upp i mig med ad kalla thetta luxuslækningar. Thegar eg tala "ofrumlegar hugmyndir um fegurd" a eg vid samfelag thar sem m.a. fegurdarsamkeppnir eru fyrirferdamiklar. Thad er til folk sem passar i "gullna snidid" og er a thann hatt fallegt, en thad tharf ekki meira en osmekklegheit i klædaburdi til ad fegurdin falli um sjalfa sig. Folk getur haft hrukkur eda verid thettvaxid, en samt getur alveg geislad af svona folki og thetta folk thar af leidandi fallegt. En af hverju hefur folk tha utgeislun? Kannski af thvi ad folk hugsar sjalfstætt og er ekki ad bera sig saman vid fegurdasamkeppnir eda auglysingabæklingafolk?

February 7, 2005 at 9:14:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Já, við getum verið sammála um það að kröfur um ákveðið útlit eða ímynd sé samfélagslegt vandamál. Það er hægt að leita aðstoðar sálfræðings til að styrkja sjálfsálitið eða lýtalæknis til að laga útlitið. Fólk verður bara að fá að velja á milli ef báðir möguleikar eru fyrir hendi. En gott væri ef til væru samfélagslæknir eða eitthvað slíkt. Hvað þá ef samfélagið gæti læknað sig sjálft? Það væri sennilega best.

Kveðja,
-Sverrir.

February 7, 2005 at 9:44:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

hmmmm þessar pælingar hjá Bjarka og Birni en ég er bara sammála þeim en minn kæri mundu mútta mætir 3 - 10 apríl. Msn bilað og allt í pati. Blóðsugur oj.
Mútta

February 11, 2005 at 4:19:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home