Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Wednesday, March 30, 2005

Íþróttahornið

Las einhvers staðar að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefði tapað 4-0 fyrir Króutum. Þeir eru, eftir minni bestu vitund í 94. sæti á styrkleikalista fifa. Athyglisverða í þessu samhengi er að það séu til svona mörg lönd til að Ísland geti verið svona neðarlega. Reyndar held ég að það séu til hátt í 200 lönd í heiminum. Samvkæmt því er Ísland bara í efri kantinum. Duglegir. Kannski væri svolítið flott ef Ísland væri númer hundrað og eitthvað? Alltaf gaman þegar komnir eru þrír tölustafir í samhengið, eins og þegar fólk er meira en hundrað ára.

En að öllu gamni sleppt. Þessi árangur Íslendinga er eiginlega fyrir neðan allar hellur. Þeir stóðu sig nefnilega vel þarna um árið. Það vandræðalega í þessu öllu, er að síðustu ár hafa verið reist held ég fjögur eða fimm fótboltahús. Þau eru risastór og mengun fyrir augun. Örugglega fokdýr í þokkabót. Hvað væri hægt að reisa hús fyrir marga heimilisleysingja í 3. heiminum fyrir þessa peninga? Vandræðaleg tilhugsun.

En þetta átti svo sannarlega að lyfta Íslenskri knattspyrna í hæstu hæðir. Norðmenn höfðu gert þetta og þá þótti sjálfsagt að apa eftir þeim. Herma eftir Norðmönnum? Normenn eru góðir í skíðagöngu, ekki fótbolta. En ástæða þess, að Íslendingar gátu eitthvað áður, var auðvitað sú að þetta voru kappar sem æfðu í snjó og slyddu, roki og rigningu. Menn eins og Albert Guðmunds og svona hetjur. Veðrið gerði þá að harðjöxlum sem létu ekkert á sig fá. Annað en þessi fótboltahús, gera strákana okkar að algjörum "fimsum" (dönsk sletta, fims dregið af feminin sem þýðir kvenlegur). Já, þetta eru fims og ekkert annað sem pása upp á hárgreiðsluna í miðjum landsleik og blása á sér hárið í hálfleik.

Annað er þó hægt að segja um íslenska kvennalandsliðið. Þær eru góðar. Ólíkt meiri karlmennska þar á bæ. Frá og með deginum í dag verða það stelpurnar okkar!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já Bjarki minn, hérna erum við ekki sammála.

1. Styrkleikalisti fifa er jafn marktækur á hvað þjóð getur og vinsældarlisti FM957 segir til um hvað er góð tónlist!

2. Hallirnar eru frekar nýtilkomnar og eiga eftir að sanna sig, svo eru gaurarnir í landsliðinu allt gaurar sem æfa ekkert í þessum höllum þannig að þetta eru hæpnar fullyrðingar.

3. Þessir kallar sem núna eru í sviðsljósinu eru allt gaurar sem voru komnir í m.fl áður en þessar hallir komu þannig að þeir hafa æft í snjó og slyddu. Var Albert svo ekki lengst af að æfa í sól og sumaryl?

4. Við erum þó sammála um það að Ísland geti ekki neitt, notum bara mismunandi aðferðir við að segja það ;)

March 30, 2005 at 5:29:00 PM GMT+2

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Já segja má að þessi færsla hafi verið í ýkjustíl. Það er gaman. Samt sem áður finnst mér þessar fótboltahallir úr sér gengið hallærislegt fyrirbæri og illa farið með peninga. Miklu mikilvægara að fá smá meiri mannvitsbrekkur í þjálfarastörf en oft gengur og gerist. Svo ég tali nú ekki um fagurfræðilegu hliðina á þessum svokölluðum höllum. Sköpunarleysið er algjört. Fyrst verið er að eyða peningum á annað borð í þetta, þá væri alveg sjálfsagt gefa fagurfræðilegu gildi einhvern gaum.

March 31, 2005 at 1:19:00 AM GMT+2

 
Anonymous Anonymous said...

jú það er reyndar rétt með útlitið, virðist sem þær séu allar steyptar éftir sama mótinu

April 2, 2005 at 4:24:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home