Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, March 17, 2005

Heimur kvikmyndanna: Darkwater

Japönsk hryllingsmynd. Ung kona, nýfráskilin, flyst með ungri dóttur sinni í kuldalega blokk í Tokyo. Fær vinnu við ritskoðun, leikskólapláss fyrir dóttur sína svo allt virðist leika í lyndi fyrir mæðgurnar. Annað kemur auðvitað á daginn, þær uppgötva léka í íbúðinni og kranavatnið er langt í frá eins gott og það íslenska. Í ofanálag líður dótturinni undarlega á leikskólanum og móðirin kemur allt of seint að sækja hana einn daginn. Í myndinni blandast saman saga annarrar stelpu sem einnig var sótt of seint í leikskólann. Stórkostleg mynd, hef þó sjaldan verið jafn hræddur. Einnig hrærður í lokin. Skýrt þema myndarinnar, móðurástin, eru gerð skil á stórfenglegan hátt. Sömuleiðis er birtingamynd vatns í myndinni ótrulega áhrifaríkt.

Hef ekkert að setja út á þessa mynd. Ætla ekki að vera spar á yfirlýsingarnar, besta hryllingsmynd sem ég hef séð. Þó er ekkert blóð eða slím í myndinni. Hræðsluatriðin birtast í formi útpældra smáatriða. Eitthvað óvænt bregður fyrir og gerir mann svo hræddan. Segja má að Japanir hafi tekið þessa grein kvikmyndanna, hryllingsmyndirnar, og þróað þær allverulega. Vafalaust hafa þeir eytt miklum tíma í að stúdera vestrænar hryllingsmyndir, til að mynda er skemmtileg tilvitnun í "The Shining" í einu atriði myndarinnar.

Nú verð ég að búa mér til svona einkunnakerfi til að geta dæmt myndina út frá. Það skal vera nýstárlegt. Þessar stjörnur eru alveg orðnar þreyttar. Alveg misnotaðar líka grimmt þegar dæma á íslenskar myndir, þær fá allar 3 stjörnur! Eitthvað geðveikt frumlegt. Hm. Svona kaka kannski? Myndin fær fulla köku. Eða einhverja sértaka tegund af köku? Allar íslenskar myndir fá t.d. Hnallþórur! Haha. Það eru alveg allir með sitt system hvernig dæma eigi myndir. Kannski ekkert sniðugt að vera með system. Bara það, að myndin fær umfjöllun á blogginu, er nóg hrós? Hef það bara þannig.

3 Comments:

Blogger Unknown said...

Eða þú getur gefið myndinni fulla ölkrús eða hálfa eða tóma og eitthvað þar á milli, það ætti ágætlega við.

March 19, 2005 at 5:24:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Kallarnir í Hollywood eru greinilega sammála þér Bjarki um að þetta sé góð mynd. Bandarísk útgáfa kemur innan tíðar. http://www.imdb.com/title/tt0382628/

April 7, 2005 at 8:31:00 PM GMT+2

 
Anonymous Anonymous said...

(sjá að ofan)

April 7, 2005 at 8:32:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home