Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Monday, June 07, 2010

Samhengi hlutanna - 2. hluti

Nú er komið að öðrum hluta þrautarinnar um samhengi hlutanna. Til glöggvunar getur verið gott að skoða þær athugasemdir sem komnar eru í þrautinni hér. Vindum okkur þó í myndina. Eins og sjá má hefur kubbunum verið gefið notagildi:
1) Bensínstöð
2) Ísbúð
3) Gróðurhús

Hvaða kubbur passar núna best inn í eyðuna? Þið getið skrifað svarið í athugasemdakerfið að neðan með smá rökstuðningi.

1 Comments:

Blogger Nanna Hlín said...

viljum við ekki öll gróðurhús? Akkurru er ísbúðin í svona háu húsi?

Ég hefði valið nr 3 hvort sem ég vissi hvað yrði inn í kubbnum eður ei.

June 7, 2010 at 6:50:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home