Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Tuesday, March 03, 2009

Kosningavélar Sjálfstæðisflokksins eru komnar í gang

Arkitekt teiknar heilt hverfi eftir ákveðinni hugmyndafræði. Fólk flytur inn í húsin og líkar í fyrstu vel. Svo kemur á daginn að hlutirnir virka ekki sem skildi, fólk flytur úr húsunum og að lokum er hverfið tómt. Hvort fór úrskeiðis, hugmyndafræðin eða fólkið?

Svarið er augljóst: Hugmyndafræði arkitektsins klikkaði.

Á Íslandi varð bankahrun. Allt er komið í klúður. Sjálfstæðisflokkurinn segir að fólkið klikkaði en ekki hugmyndafræðin.

Ef þú ert sammála, merktu x við d.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvað ef arkitektinn framkvæmir hugmyndafræðina ranglega eða illa?

Bara vangavelta sem ekki skal túlka öðruvísi;-)

March 16, 2009 at 6:01:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Þetta er góð vangavelta.

Sérhver hugmyndafræði verður þó að búa yfir vissum sveigjanleika sem gerir ráð fyrir að fólk, þeir sem sjá um útfærslu en einnig notendur, sé ekki fullkomið. Ef hugmyndafræðin er þannig að allt verði að vera gert nákvæmlega rétt svo að hún virki en annars hrynji hún, þá er hún á villigötum.

Svo er einnig hægt að velta vöngum yfir hvort eitthvað sé eftir að hugmyndafræðinni ef hún er útfærð nógu illa. Hörðustu frjálshyggjumennirnir vilja meina það að vissu leyti. Samt sem áður þakkaði margt af þessu sama fólki góðu brautargengi frjálshyggjunnar þegar vel gékk og þess vegna er ómögulegt að taka þessa frjálshyggjumenn alvarlega.

Eitt stóra vandamál frjálshyggjunnar er líka þetta endalausa frelsi á kostnað umhugsunar um siðferðisleg gildi fyrir samfélagið. Allir gerðu bara það sem þeim sýndist of fannst það allt í lagi. Það var nefnilega frelsi.

Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi þessari hugmyndafræði eins og kostur var og því fór sem fór. Þessi flokkur á ekkert erindi í ríkisstjórn fyrr en þeir hafa tekið það að alvöru að líta í eigin barm.

Jæja, þetta er nú orðið ansi langt komment.

March 19, 2009 at 1:41:00 AM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home