Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, December 21, 2007

Raflínur

Uppi eru hugmyndir um að leggja raflínur niður í jörð, í stað þess að láta þær standa ofan á náttúrunni. Þetta mun kosta ríkissjóð hugsanlega um 300 milljarða, bara til þess eins að fullnægja fagurfræðilegum þörfum lopapeysufólks á fjöllum. Fagurfræðilegar þarfir mínar eru þó aðrar. Hvernig tækni manneskjunnar mætir náttúrunni er gríðarlega magnað. Það verður líka seint sagt að tæknin skyggi á náttúruna í þessu samhengi, í rauninni rammar hún náttúruna inn. Auk þess mun þessi framkvæmd skilja eftir sig ör í landslaginu sem alltaf verður hægt að sjá, sama hversu mikið verður reynt að fegra hlutina. Þess vegna er alveg eins gott að vera heiðarlegur. Við notum rafmagn, það er engin skömm af því og óþarfi að reyna að fela það. Hver segir svo að fagurfræði lopapeysufólksins sé réttari en mín?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól!

December 25, 2007 at 4:36:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Sømuleidis..

Gledileg jól og gott nýtt ár!

December 26, 2007 at 8:58:00 AM GMT+1

 
Blogger Unknown said...

Ég er sammála, óþarfi að eyða 300 milljörðum í þetta. Þó ég sé ekki hrifinn af svona raflínum þá eru þetta ekki mikil umhverfisspjöll. Einu spjöllin eru í raun bara sjónræns eðlis og þau eru afturkræf.

En gleðileg jól, Bjarki!

December 26, 2007 at 9:24:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home