Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, August 31, 2007

100

5 ára “reunion”, alltsvo 5 ár síðan ég fluttist til Danmerkur. Þá kom ég til að byrja, nú er ég kominn til að enda. Já, á mánudaginn byrjar skólinn, síðasta önnin, lokaverkefnið. Sumir hafa verið í skólanum síðustu daga, sem sagt byrjaðir á lokaverkefninu. Hef notað daginn mestmegnis í að lesa Weekend-avisen sem ég er með í prufuáskrift. Magnað blað, nokkurs konar Lesbók Morgunblaðsins, bara miklu umfangsmeira.

Fyrir nemendum Arkitektaskólans eru þessi lokaverkefni líkt og einhvers konar alheimsverkefni. Engu líkara en ekkert merkilegra hafi hent fólk eða muni henda fólk í framtíðinni. Að mörgu leyti skiljanlegt, það er jú mjög manneksjulegt að vilja sanna eitthvað fyrir sjálfum sér og öðrum. Held að þetta verði nú bara stemning. Hlakka sömuleiðis til að sjá hvernig ég tækla stressið.

Það eru alltaf viðbrigði að vera kominn aftur til Árósa. Hér er enginn flugvöllur, umsetinn einkaþotum, í miðri borg. Þessar einkaþotur minna mig á aðstæður sem ég upplifði fyrir nokkrum árum á Flúðum. Í sveitinni var einn ungur maður sem mikill kraftur var í. Krafta sína notaði hann í að byggja skemmtistaðinn Útlagann. Þar sem hann var nú orðinn hreppahetjan fannst honum ekkert eins sjálfsagt en að leyfa sér smá munað og keypti sér limósínu.

Samt eru það ekki bara flugvallarmál sem eru öðruvísi, miklu munar á greindarvísitölu íslenskrar og danskrar umræðuhátta. Þar lúta Íslendingar í lægra haldi. Nýjasta dæmið er umræðan um “ástandið” í miðbænum. Enginn gagnrýnir sjálfa ofbeldisseggina. Alltaf eitthvað annað; of lítið löggæsla, einokun ÁTVR, allt of dýrt áfengi og nú er það reykingarbannið sem er orskakavaldur ofbeldis. Ofbeldisseggir landsins fá hér með skömm í hattinn. Það er nákvæmlega ekkert sem afsakar hegðun af þessu tagi, fólkið sjálft þarf að taka sér tak. Hef aftur á móti alla trú á að fólk geti gert það. Hugarfarið mun þó ekki breytast á meðan enginn háttsettur, fjölmiðill eða pólitíkus, þorir að taka á skarið, viðurkenna rót vandans, gagnrýna sjálfa gerendurna og auglýsa eftir almennu siðferði.

Annars ætla ég að enda þessa færslu á öllu jákvæðari nótum. Þessi færsla er nefnilega söguleg. Hún er sú hundraðasta á þessu bloggi. Hundrað sinnum hefur undirritaður séð ástæðu til þess að tjá sig á opinberum vettvangi. Nokkuð vel af sér vikið. Þrátt fyrir smá lægð yfir sumartímann er þetta blog þó hvergi nærri hætt. Hér er allt að gerast.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með hundruðustu færsluna og gangi þér vel með lokaverkefnið. Kv. Jónsi

August 31, 2007 at 10:49:00 PM GMT+2

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Takk kærlega fyrir kveðjurnar. Mun á næstu dögum bregða upp betri mynd af hvað ég sé að gera í þessu verkefni.

September 2, 2007 at 6:31:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home