Peningavangaveltur
Í dag er þjóðhátíðardagur SUS, Sambands Ungra Sjálfstæðismanna. Þennan dag fá þeir loks tækifæri til að mótmæla einhverju, flykkja sér í skrúðgöngu upp til skattstjóra og vera með uppsteit. Hvernig þessum ungliðum tekst að horfa fram hjá öllu öðru óréttlæti heimsins er aðdáunarvert. Það má svo síður en svo vanmeta þessi mótmæli þeirra. Þau eru okkur hinum til skemmtunar og hafa þannig samfélagslegt gildi.
Bakþankar dagsins í Fréttablaðinu, um útsvar og skatta, eru áhugaverðir. Þar kemur fram að einungis sex konur eru á topp hundrað yfir útsvarendur. Pistlahöfundi finnst það ekki nógu gott og segir að visst óréttlæti sé á ferðinni. Tek undir það að kynbundinn launamismunur sé með öllu óviðunandi. Aftur á móti vaknar sú spurning hvort það sé nokkur dyggð að vera á þessum lista? Eru konur eflaust að nota tíma sinn betur, gera eitthvað annað gáfulegra en að amast við að safna peningum?
Þessi listi skiptir nefnilega engu máli ef kafað er dýpra í hlutina. Hefur mannsskepnan þróast í milljónir ára, einungis til að borga sem mest útsvar?
Annars er alltaf gaman að velta fyrir sér peningum. Hvernig er tilfinninginn að opna netbankann sinn og athuga hvort 20.000.000 kr. mánaðargreiðslan hafi ekki örugglega skilað sér? Þekkir þetta fólk netbanka-hnútinn í maganum?
1 Comments:
skemmtilegar pælingar og gott sjónarhorn...
gamli
August 9, 2007 at 2:07:00 PM GMT+2
Post a Comment
<< Home