Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Tuesday, April 10, 2007

Flokkun á fréttum

Er í sakleysi mínu að lesa fréttirnar á mbl.is í dag þegar ég tek eftir frétt um arkitektúr. Sænskir arkítektar unnu samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Glitnis Upplýsandi frétt og áhugaverð. Tek svo allt í einu eftir að fréttin er flokkuð sem viðskiptafrétt. Það er mjög athyglisvert.

Í fyrsta lagi er nokkuð skondið að sjá hinar fyrirsagnirnar í viðskiptadálkinum: Gengi hlutabréfa Sainsbury lækkaði um 4%, Krónan veiktist í dag, Lítilsháttar lækkun á hlutabréfaverði. Þetta er greinilega sálfræðilega viðskiptafréttin. Bankinn er með þessari framtíðarsýn að sýna mátt sinn og styrk. Það eru ekki allir bankarnir sem geta státað af þessu.

Hinsvegar spyr maður sig af hverju þetta sé ekki ein af innlendu fréttunum? Hér er á ferðinni nokkuð stór breyting á ásýnd borgarinnar við norðurströndina, gulu almenningsvagnarnir munu víkja fyrir tignarlegum byggingum eins íslenska bankarisans. Er það eitthvað minni frétt en það að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að atvinnuuppbyggingu eða að sótt sé um leyfi fyrir áfengi í Herjólfi? Það er líka nokkuð athygisvert að enginn skuli tjá skoðun sína á frétt sem þessari líkt og á við um aðrar fréttir. Til dæmis eru heil 5 moggablogg sem velta fyrir sér áfengi um borð í Herjólfi. Sérstakt.

En þetta framtak hjá Glitni verður að teljast nokkuð jákvætt, sérstaklega í ljósi þess hversu illa hefur verið staðið að málum á nálægu svæði, norðanvert við Borgartúnið. Einnig er áhugavert að velta fyrir sér þessari vinningstillögu sem unt er að lesa um hér. Í fljótu bragði ber að líta nokkuð lifandi ásýnd stakstæðra bygginga. Innra rými aðalbyggingar virkar mjög spennandi í sínum einfaldleika, hreyfing upp á við í átt til himins. Aftur á móti hefur maður ekki séð aðrar tillögur sem bárust inn í samkeppnina. Þar hefur vafalust margt flott borið á góma.

2 Comments:

Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Vil reyndar benda á að eftir að ég birti færsluna þá voru tvö moggablogg sem tjáðu sig um Glitnisfréttina. Þessari leiðréttingu er hér með komið til skila.

Aftur á móti þykir mér leitt hvað annað bloggið tekur fljótt neikvæðan pól í hæðina. Það er vissulega rétt þetta virkar þungt undir vissum kringumstæðum. Fjölmargt á þó eftir að breytast og margt spennandi getur gerst þegar komið er út í að hanna smáatriðin.

Þegar kemur að íslenskum arkitektur er nauðsynlegt að horfa fram á veginn, þrátt fyrir að margt hafi farið á verri veginn.

April 10, 2007 at 10:57:00 PM GMT+2

 
Anonymous Anonymous said...

Mér þykir mjög undarlegt að þessi frétt skuli vera flokkuð sem viðskiptafrétt. Það er eiginlega ekkert viðskiptalegt við hana nema að Glitnir á í hlut. Annar er þetta samkeppni í arkitektúr.

April 11, 2007 at 11:36:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home