Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, January 07, 2007

Flippað samfélag

Umræða um spilakassa í Mjódd hefur verið all skondin. Borgarstjórinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í því samhengi orðinn hugsjónamaður hinn mesti og ekki er ólíklegt að gerð verði heimildarmynd um þessa dramatísku baráttu hans. Spilakassar samræmast ekki fjölskyldustefnu hans og Sjálfstæðisflokksins.

Sjónarmið borgarstjóra eru á margan hátt virðingarverð. En eru ekki mörg önnur verri vandamál í þjóðfélaginu? Hvað varð um alla forvarnarbaráttuna gegn eiturlyfjum? Hvernig geta yfirvöld brugðist við nýútkominni skýrslu um fátækt meðal barna, án þess að snúa út úr eins og virðist vera í tísku hjá Sjálfstæðismönnum?

Og hver segir að spilakassar séu and-fjölskyldulegir? Ef eitthvað er þá er það börnum holt að sjá verri hliðar samfélagsins. Þegar barnið spyr foreldri sitt út í skrítna spilafíkilinn þá svara foreldrarnir: “Þessi maður er að fjármagna háskólanám þitt þegar þú verður stór”.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home