Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, December 14, 2006

Eigið ágæti

Um daginn var ég að tala um eitt verkefni mitt við danskan vin minn. Hann sagði eitthvað á þá leið að ég væri nú góður í svona löguðu. Ég svarari: "Ja, det er faktisk rigtig". Hann varð nokkuð hissa á þessu svari og fannst athyglisvert hversu oft ég svaraði á þennan hátt. Dæmigert danskt svar hefði nefnilega verið: "Nej, det er jeg ikke saa god til". Þessi ágæti vinur minn er þó blessunarlega laus við þennan hugsunarhátt. Svona svör eru nefnilega tóm og gera ekkert gagn.

Í framhaldi þessarar umræðu talaði hann um "Jentelagen" (eða Jenteloven) og áhrif þess á danskt samfélag. Þau ganga í stuttu máli út á að maður sé ekki merkilegri og/eða betri en aðrir. Gott og vel. Mikilvægt er að fólk tileinki sér vissa auðmýkt og sé ekki hvað eftir annað að setja sig á háan stall. Það er samt engin afsökun fyrir því að draga úr sínu eigin ágæti. Í ofanálag getur það haft öfug áhrif. Tökum sem dæmi námshestana sem væla yfir sjálfu sér eftir próf og fá svo 10. Þessar oft ágætu manneskjur senda út neikvæð skilaboð til annarra, þeirra sem gengur verr. Ef dúxunum finnst það vera ömurlegt, hvernig á þá öðrum að líða?

Hinsvegar er líka mikilvægt að fólk leyfa sér að keppa við sjálft sig og vera metnaðarfullt. Vitneskjan um að hafa ekki gert sitt besta getur nefnilega verið gríðarlega pirrandi. Hver og einn verður svo bara að sætta sig við sín takmörk. Lífræn efnafræði, þar er ég ekki á heimavelli. Samt eru gáfur hvað varðar raungreinar oft heillandi og í kjölfarið "inspirerandi". Hægt er að láta sig dreyma um ýmsa hæfileika sem eru víðs fjarri. Auglýsingin um landsliðsmanninn í knattspyrnu lýsir þeirri tilfinningu á skemmtilegan hátt.

Þegar það gengur vel, þá er sjálfsagt að njóta þess. Og í ljósi þessa alls eru "Jantelagen" hreinlega niðurdrepandi. Í raun fyrirbæri í sjálfu sér. Hver hefur nógu ríkt hugmyndaflug til að kasta fram svona meiriháttar leiðinlegu "manifesti"? Vissar tilvistarpælingar skjóta líka upp kollinum. Ef höfundurinn hefði ekki trúað á sitt eigið ágæti, þá hefðu þessi einkennilegu siðalög tæplega orðið að veruleika.

5 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég er bara ósköp ágætur en þó ekki betri en aðrir. Annars kannast ég við þá tilfinningu að vilja vera betri í e-u en ég er nú þegar, t.d. vita meira um ákveðna hluti sem ég veit ekki.

Talandi um námshestana þá hefur reynslan sagt mér að telja atriðin sem ég gat í stað þess að telja atriðin sem ég gat ekki. Það er mun betra hugarfar.

December 14, 2006 at 1:02:00 AM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Þú ert æðislegur - hefur alltaf verið það -

xxx mútta

December 14, 2006 at 4:26:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Ég held að baráttan á milli þessa að sýna auðmýkt og telja sig jafnan öðrum og svo að meta sína eigin verðleika muni aldrei taka enda. Enda er þetta mikil jafnvægisþraut.

En ég er alveg sammála þér, það er hálftómt að svara hrósi með einhverri neikvæðni, allir vita það vera plat. Ég hef reynt að venja mig á að þakka bara fyrir mig og segja ekkert sjálf um verðleika mína.

En ég held að maður verði einmitt ávallt að halda einhverri kaldri kurteisisgrímu meðal samnemenda sína varðandi einkunnir, þe ef maður er ekki sáttur við að fá fína einkunn eins og 8 vegna þess að maður vissi að maður gat betur.Já þetta er erfitt

December 14, 2006 at 4:43:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Takk Mamma

Já, þetta er rétt Nanna með jæfnvægiskúnstina. Hef sjálfur staðið mig að því að koma með einhverja óþarfa neikvæðni.

Og Björn. Gott hugarfar með at telja góðu atriðin. Þegar ég var í menntaskóla var einfaldlega miklu fljótlegra að telja atriðin sem ég gat, þau voru nefnilega ekki alltaf of mörg.

Kv. Bjarki.

December 14, 2006 at 7:14:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Jentloven er svona dönsk útgáfa af þeirri þörf lútherska rétttrúnaðarins að sjá aðeins synd og sút í eigin ranni, sbr. "Innra mig loksins angrið sker, æ hvað er lítil rækt í mér" hjá Hallgrími. Er ekki betri nálgun að telja sjálfan sig í lagi, jafnvel bara ágætan? Og svo ég vitni nú aftur í hin helgu fræði (sorrý, Nanna og þið hin)þá finnst mér það góð lífsspeki sem er a finna í Fhjallræðunni: "Þannig lýsi ljós yðar mönnunum að þeir sjí góð verk yðar..."
gamli

December 15, 2006 at 10:48:00 AM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home