Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Saturday, December 09, 2006

Jólaskeyti

Eftir 10 daga kemur undirritaður til Íslands, í jólafrí. Já, það heitir frí. Friður og ró. Það hefur verið mikið álag á hinni viðkvæmu sköpunargáfu minni. Gáfurnar þarfnast hvíldar. Þess vegna á ég auðvitað von á að þarfir annarra verði beygðar eftir minni hentisemi. Fer ekki fram á mikið. Ennfremur stefni ég á að koma heim, hlaðinn jólagjöfum til ættingja og vina. Jólaandinn sko. Er aftur á móti arfareiður yfir að hafa misst af hinni hjákátlegu Coca Cola bílalest. Vonandi að einhver bæti mér það upp núna í fríinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home