Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, October 05, 2006

Niðurdrepandi hugmynd

Get ekki leynt gríðarlegum pirringi mínum yfir þessari grein. http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10405 Hver er eiginlega tilgangur svona greinaskrifa? Af hverju þarf greinahöfundar að vera svo gríðarlega reiður að hann líkir trúarbrögðum við verkfæri djöfulsins?

Trú skiptir í raun engu máli svo lengi sem fólk reynir ekki að þröngva sinni trú upp á náungann. Þá er voðinn vís því þannig verða trúarbrögð til og þau eru verkfæri djöfulsins, ef svo má að orði komast.

Stóra andhverfan í alhæfingu sem þessari er eflaust sú að greinarhöfundur er á vissan hátt sjálfur að predika fyrir nokkurs konar trúarafstöðu. Eins og greinin er skrifuð þá minnur hún ennfremur einna helst á eldræður öfgafullra trúarleiðtoga. Það versta við þessi stóru orð er eflaust sú vanvirðing sem hann sýnir fjölmörgu góðu fólki sem eiga samleið með trúarbrögðum og láta í kjölfarið gott af sér leiða.

Það er ekki erfitt að draga fram slæmar afleiðingar trúarbragða. Það á þó við fjölmargt annað. Í stórum hluta greinarinnar væri auðveldlega hægt að skipta út orðinu trúarbrögð fyrir ýmis orð, t.d. orðið kapítalismi. Ætla samt að sleppa því hér. Þó ég sjái ýmsa ókosti við kapítalisma þá reyni ég líka að vera opinn gagnvart því góða sem hann hefur upp á að bjóða. Umfram allt hef ég nefnilega mikla trú á opnum skoðunarskiptum sem miða að því að koma til móts við mismunadi viðhorf til lífsins og fjölbreytileika fólks almennt.

Það sem er þó eflaust mikilvægast í þessu öllu, þegar fólk kastar fram stórum hugmyndum, er að þær séu uppbyggjandi, á jákvæðum nótum og hreinlega skemmtilegar. Vonandi sjáum við meira af því í framtíðinni.

2 Comments:

Blogger Snorri said...

Ertu ekki að fara á mis við punktinn í greininni samt? Hann er skemmtilegur.

Þe ljeleg kirkja tryggir secúlar samfjelag. Secúlar samfjelag er heppilegra en trúarlegt enda er heittrúað fólk á stundum með eina eða tvær óheppilegar kreddur í farteskinu.

October 11, 2006 at 6:00:00 PM GMT+2

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Ég var alveg búinn að átta mig á punktinum í greininni og finnst hann ekkert sérstakur. Er ekki sammála að ríkisvald sé eitthvað sem drepur niður sköpunargleði eða skapar leiðinlegt samfélag, eins og greinarhöfundur vill meina.

Það er ennfremur mikilvægt að gera greinarmun á trúarlegu samfélagi og heittrúuðu fólki.

Öll gagnrýni er góð og ber að fagna. Er sömuleiðis sammála að trúarlegar öfgar geri margt slæmt.
Einmitt þess vegna er gagnrýni góð.

Hún missir hinsvegar marks þegar hvatt er til þess að það eigi að berjast gegn trúarbrögðum svo ég tali nú ekki um að líkja þeim við verkfæri djöfulsins.

Annars er gaman að sjá hvað þú ert kominn með lifandi og sjálfstæðan stíl með því að sleppa é-i.

October 11, 2006 at 7:30:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home