Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Wednesday, August 09, 2006

Hagvöxtur

Það er á margan hátt erfitt að vera með beina sleggjudóma gagnvart einstökum bankastjórum sem fá há laun. Við almenningur þekkjum þá ekki neitt, vitum ekki hvort þeir gefa megnið af laununum í hjálparstarf eða hvort þeir séu í glæsisnekkjustílnum og eigi einkaþottu.

Engu að síður finnst mér ýmis konar plebbaskabur fara vaxandi, samfara aukinni hagsæld, í þjóðfélaginu. Um daginn heyrði ég hálf sorglega sögu þessari tilfinningu minni til stuðnings. Ungur maður, rétt yfir tvítugt, átti afmæli. Svo vill til að kærasta viðkomandi er mikill feministi og ekkert nema gott um það að segja. Félögum hans finnst þó greinilega ekki eins mikið til þess koma. Eru í þokkarbót rosalegir brandarakallar og gáfu félaga sínum fatafellu í afmælisgjöf.

Fyrir það fyrsta er þessi afmælisgjöf eflaust sönnun þess að kvennéttindabarátta er jafn mikilvæg og áður. Að gera lítið úr heilbrigðum hugsjónum er eitt af því sem við getum gert, ef við eigum pening. Hagvöxturinn hefur s.s. ekki skilað okkur eins langt í andlegum málefnum.

Mánaðarlaun, ofurhá eða ekki, eru í raun bara tölur á blaði. Við þekkjum ekki söguna á bakvið en eflaust þar stendur hnífurinn í kúnni. Af hverju stígur enginn fram með eðlilega og greinagóða útskýringu á ofurlaunum þessara manna? Er það kannski af því útskýringin er ekki til?

Ég verð ekki var við neinar útskýringar en heyri um plebbahátt sem bitnar á hugsjónarfólki. Þó flestir eigi í grautinn þá er hugsunarleysið oft dæmalaust hér á landi. Það er er óásættanlegt og við eigum að geta gert betur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home