Íþróttahornið: HM
Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er HM í knattspyrnu þessa dagana. Við erum ekki með auðvaldssjónvarpsrásina Sýn og þess vegna hef ég lítið horft á þetta. Hef reyndar séð einn og einn leik en það hefur ekki endilega gert mig að betri manni.
Á í miklum vandræðum með að velja lið til að halda með. Vinarþjóðir mínar tvær, Danmörk og Indland, eru hvorugar með. Danir voru nálægt því að komast, Indverjar hinsvegar ekki. Sá aðeins einn Indverja sparka í bolta þegar ég var þarna úti. Hann var ekki góður. Þeir eru hinsvegar rosalega góðir í krikett. Ekki þarf að taka fram að Ísland er ekki með, annað en handboltalandsliðið sem fyllir mig óbilandi þjóðernisstolti.
Það skemmtilegasta við heimsmeistaramótið eru allar óbeinu íþróttafréttirnar sem tengjast mótinu. Get ég þar helst nefnt fréttina af vúdu-galdramanninum frá Tógó sem fór með galdra fyrir lið landsins. Mætti gera meira af þessu. Hugsa að það væri mjög áhugavert ef Sýn tæki sig til og gæfi menningu og þjóð hvers lands mun ítarlegri skil. Þess í stað fá þeir einhverja gesti í sjónvarpssal sem setja allir upp einhvern akademískan gáfumannasvip yfir þessari íþrótt.
Þegar á botninn er hvolft hef ég þó lúmskt gaman af þessu öllu.
3 Comments:
Fróðleikshorn dagsins: HM
Indverjar ætluðu að vera með á HM 1950 í Brasilíu, en hættu svo við þar þeim var meinað að leika berfættir.
June 21, 2006 at 1:06:00 AM GMT+2
Bjarkitekt! Þarna kemur upp í þér einhver antisportisti sem ég vissi ekki að blundaði í þér!
July 3, 2006 at 7:35:00 PM GMT+2
Já ég veit það ekki. Þessir fótbaltamenn eru allir svo steiktir, nema Zidane. Annað en í gamladaga þegar menn eins og Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson voru að gera garðinn frægan. Í þá daga voru knattspyrnumenn miklu meiri karakterar, annað en í dag. Sjáðu bara helstu stjörnurnar, Wayney Rooney sem hegðar sér bara eins og einhver steinaldarmaður og svo andstæðurnar í portúgalska liðinu sem láta sig detta svo einhverjir aðstoðamenn geta hlaupið inn og greitt á þeim hárið.
July 4, 2006 at 12:20:00 AM GMT+2
Post a Comment
<< Home