Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Monday, May 08, 2006

Á Indlandi var magnað

Fyrir viku síðan kom ég aftur til Danmerkur frá Indlandi og í gær lenti ég á Íslandi. Ég hef verið spurður hvort það sé gott að vera kominn aftur í siðmenninguna. Jú, gott að vera kominn aftur en stóra spurningin er hvort ég hafi verið í siðmenningu eða ekki?

Ætla ekki að fara svara þessari spurningu núna. Aðeins of stór í einum munnbita. Mun þó henda fram nokkrum færslum um ferðina á næstu dögum. Það bar margt merkilegt á góma. Mögnuð ferð. Snilld.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home