Svefnleysi
Á gjarnan frekar erfitt með að sofna. Hreinlega kvíði tilhugsuninni um að fara að sofa. Það sem verra er, þá þarf ég alveg að eyða 8 tímum í þetta. Og maður skal gjöra svo vel að sofa á hverjum degi.
Ef maður finnur svo ráð við svefnleysi, t.d. á netdoktornum, þá eru þau öll auðvitað alveg gríðarlega skynsamleg og sjálfsögð. Þar stendur m.a. að maður eigi að forðast mikla hugaræsingu. “Hm, ég er að hugsa eitthvað spennandi núna. Best að hætta því svo ég geti nú sofnað.”
Ef áhugaverðar hugsanir og svefn geta ekki farið saman, þá verð ég að fara gera upp á milli. Í endurminningum mínum verður þetta eitt af þungarvigtar ákvörðum lífs míns:
Stóð frammi fyrir erfiðu vali þegar ég var 24 ára. Sá samt enga leið út úr þessu svefnleysi, svo ég sagði við sjálfann mig: “Bjarki Gunnar, nú hættirðu þessum hugaræsingi á kvöldin”. Ég hef staðið við orð mín síðan, ef spennandi hugsun hefur komið upp í hugann hef ég bælt hana niður og ávalt fengið mér flóaða mjólk fyrir svefninn.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home