Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, September 29, 2005

Furðulegt?

Það er komið haust þegar frétt eins og þessi http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1160846 kemur fram á sjónarviðið. Ungir sjálfstæðismenn að röfla hvor yfir öðrum. Senda svo út fréttatilkynningu og lýsa yfir furðu sinni! Síðan hvenær er baktjaldamakk orðið eitthvað furðufyrirbæri hjá þessu fólki? Svona lagað er jú orðinn árlegur viðburður. Og hvað ætlar þetta fólk, sem er að gefa út þessa yfirlýsingu, að gera í málunum? Það kemur nákvæmlega ekkert fram um það. Fyrir vikið er svo yfirlýsing gjörsamlega innihaldslaus.

Yfirlýsingin sem slík vekur ekki furðu mína. Frekar það hversu mikið af ungu og efnilegu fólki kastar tíma sínum á glæ með að standa í þessu stappi. Legg til að fólk eyði tíma sínum í að skoða aðeins heiminn. Þarna úti eru furðuverk af ýmsum toga sem eru mun áhugaverðari en þetta furðuverk sem heitir Sjálfstæðisflokkur.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sammála þér í þessu varðandi tímasóun en enn meiri tímasóun þykir mér að tjalda á Kárahnjúkum..........

September 29, 2005 at 8:00:00 PM GMT+2

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Káranjúkagengið er eflaust aðeins of seint að mótmæla og aðferðarfræðin er ekki upp á marga fiska. Þau eru þó að berjast fyrir einhverju og ef mótmælin geta komið í veg fyrir frekari náttúruspjöll, þá er tjaldferðin þeirra svo sannarlega ekki tímasóun.

September 30, 2005 at 2:47:00 AM GMT+2

 
Anonymous Anonymous said...

góður...

gamli

October 3, 2005 at 10:36:00 AM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home