Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, September 09, 2005

Heimur kvikmyndanna 2: Bergman

Ég gerði svo sannarlega ekki mikið af viti í sumar. Eitt gerði ég þó, sá tvær kvikmyndir eftir Ingmar Bergman. "Persona" var fyrri myndin. Tvímælalaust í hópi langbestu mynda sem ég hef séð. Um myndina er unt að lesa hér: http://www.dec.hi.is/?kvikmyndir/persona. Í byrjun myndarinnar átti ég í athyglisverðri togstreitu við sjálfann mig. Vissi ekki hvort ég ætti að hafa undirtexta með eða ekki. Fannst textinn nefnilega skemma fyrir sjálfu myndefninu. Á hinn bóginn eru samtölin nokkuð djúp og ekki laus við að vera flókin. Þessa vegna var spurning hvort ég skildi sænsku nógu vel til að sleppa undirtextanum.

Hin myndin var “Viskningar och rop”, http://www.dec.hi.is/?kvikmyndir/viskningar_och_rop. Þar gerði ég þau mistök að borða popp í byrjun myndarinnar. Það er algjör stemningsbrjótur. Manni á nefnilega ekki að líða neitt sérstaklega vel þegar horft er á myndina. Betur færi að borða þurrar oblátur. Engu að síður, góð mynd.

Að horfa á svona myndir er ekki endilega góð skemmtun. Þær rista einfaldlega allt of djúpt. Þær eru hafnar yfir munað eins og popp og kók. Stefni á að sökkva mér í fleiri pælingar með Bergman og hvet aðra til að gera slíkt hið sama.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Held að ég hafi ekki gert margt mikið merkilegra þetta sumarið en að horfa á þessar myndir

September 12, 2005 at 8:23:00 PM GMT+2

 
Anonymous Anonymous said...

...veit ekki með mig, hvort ég gerði margt merkilegra. Það var nokkuð mál að hella sér út í að horfa á þær - sbr. eina af syndunum sjö andleg leti - en ótrúlega gefandi þegar maður hafði sig í það. Góður pistill hjá þér Bjarki og vísanirnar á DEC eru mjög góðar.
gamli

September 13, 2005 at 3:15:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home