Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, June 09, 2005

BA

Skilaði ba-verkefninu mínu síðasta þriðjudag. 21. júní fer ég svo í kritik. Ég tilheyri þeim fyrsta árgangi í skólanum sem fær formlega ba-gráðu (þ.e. ef allt gengur að óskum) en búið er að endurskipuleggja skólann sem hefur kannski kosti en póttþétt fullt af göllum líka. Allt er orðið svo formlegt að fólk þorir varla að hreyfa sig lengur. Búið að bjurokratisera skólann alveg í tætlur.

Dæmingin fer fram á eftirfarandi hátt: Nemandi talar í korter og svo hafa tveir dómarar (arkitekt af deildinni og einhver annar af teiknistofu) hálftíma til að spyrja nemandann út í verkefnið. Prófdómararnir mega þó ekki hafa skoðun á verkefninu í sjálfri kritikinni. Það er víst gert svo nemandinn fái eins faglega dæmingu og unt er og geti ekki lesið út frá umræðunni hvernig hafi gengið. Þetta er auðvitað einhver mesta vitleysa sem ég lengi heyrt! Prófdómarar eiga s.s. að byrgja inni skoðanir sínar á verkefninu verandi með pókerfés í þrjú korter. Að fá ekki að segja skoðun sína á arkitektúr er eins og að stunda íþróttir, án þess þó að hreyfa sig.

Eftir að þrír hafa verið í kritik ráða prófdómarar ráðum sínum um útkomu hvers og eins. Þá er tekið mið af hver hafi verið slakastur og sett spurningamerki við þann einstakling. Svo koma þrír aðrir sem voru kannski enn slakari og þá fær sá slakasti af þeim spurningameri. Svona er haldið áfram þangað til einhver verður slakastur og þá fellur kannski viðkomandi eða nokkrir af þeim sem voru slakastir.

Þetta hljómar eitthvað undarlega en svona er þetta víst. Í stuttu máli gengur dæmingin út á að sigta út sauðina en hinir svo lalla í gegnum þetta, án þess þó að vita hvort eitthvað hafi verið varið í verkefnið.

Komandi árgangar munu svo fá einkunnir fyrir verkefnin sín. Þess vegna sem prófdómarar mega ekki segja skoðun. Skoðunin kemur í einkunnaformi. “C fyrir formið, B fyrir rýmið en jafnvel A mínus fyrir notagildið”. Auðvitað er alveg hægt að leggja einhverjar línur í þessum málum en að gefa einkunnir er ekki rétta leiðin. Einkunnir eru nú þegar ofnotað fyrirbæri og óþarfi að bæta gráu ofan á svart. Það, að hafa ekki möguleika á faglegri umræðu um verkefnið sitt í kritik er kolrangt.

Þessi umbreyting á uppbyggingu skólans er gert í nafni hagræðingar. Fjárhagslega, eflaust hagstætt. En ef menntun hvers og eins verður slakari fyrir vikið þá verður öðrum fjármunum ráðstafað í byggingar sem eru eflaust illa hannaðar. Ef hús eru illa hönnuð þá er engum gerður greiði. Að byggja hús kostar nefnilega sitt og þá er eins gott að það sé almennilega hannað svo unt sé að nota það, líða vel inni í því eða í nálægð við það. Þannig er það nú bara.

2 Comments:

Blogger Unknown said...

"Bjurokratisera?" Ég skil ekki svona slettur. Talaðu íslensku, maður!

June 10, 2005 at 12:16:00 AM GMT+2

 
Anonymous Anonymous said...

Ég var eimitt í samskonar krítík byrjun maí þegar ég skilaði BA verkefninu mínu. Alveg vonlaust að fá ekkert feedback frá kennurum... maður var skilin eftir í svkalegri óvissu þangað til einkunnin kom 3 vikum seinna. Einkunnir eru ekki sniðugar í arkitektúr, of huglægt mat til að sletta fram einhverri tölu!

June 14, 2005 at 4:06:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home