Studierejse
Í gær var ég að koma úr studierejse (afsakið slettuna. Finnst orðið “námsferð” hljóma klént) í Grikklandi. Lögðum af stað 5. maí og vorum í 10 daga. Fyrir vikið hef ég ekki verið í sambandi við alnetið allan þennan tíma og hef því ekki hugmynd um hvað er að gerast í heiminum, hvað þá á Íslandi. Gæti þó ekki verið meira sama. Ferðin var nefnilega snilld á alla kanta. Hvar á ég að byrja? Ég veit það ekki. Eina sem ég get ráðlagt fólki í augnablikinu er að finna fram vatnslitina, finna afskektan smábæ í miðjarðarhafinu þar sem er hlýtt og hugsanlega strönd en alls ekkert internet. Setjast svo upp í fjallshlýð og mála. Þetta er ekki flóknara en það.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home