Kaffivélin
Í kjallara einum, í arkitektaskólanum, er kaffisjálfsali. Þar er hinsvegar ekki bara hægt að kaupa kaffi heldur líka cappochino, kaffi latte, kaffi mokka, kakó og sítrónuté. Fyrir utan þetta gríðarega úrval er einnig unt að velja hvort maður vilji sykur eða ekki í flesta drykkina og einnig hvort það eigi að vera mjólk í kaffinu. Vélin er líka gríðarlega notendavæn. Hún tekur við öllu dönsku klinki, meira að segja aurum, og hún gefur í ofanálag til baka. Hver drykkur kostar einungis 3 dkr. og fylgir brúnt plastglas, utan um drykkinn, með í kaupbæti.
Á hverjum einasta degi verðlauna ég sjálfan mig, fyrir dugnað og atorku, með því fá mér sykurlausan cappochino úr þessari einstöku vel. Besta stund dagsins. Ekkert yndislegra en að henda í nokkrar skissur, ganga rösklega niður tröppurnar, svo yfir studsgade, inn í bygginguna á móti, niður í kjallara og þá blasir við þessi yndislega látlausa kaffivél, sem vill allt fyrir mig gera. Eftir að hafa gefið henni pening gefur hún frá sér óp til merkis um að hún sé að laga kaffið. Ég bíð spenntur. Svo heyrist píp í henni en þá er kaffið tilbúið. Af því loknu fer ég svo annaðhvort út í sólina eða upp á teiknistofu með drykkinn. Svo heppilega vill til að á teiknistofunni er lítill sælgætissjálfsali. Þar stingur maður 2 kr. í, snýr og út koma m og m kúlur. Gríðarlega gott með cappochinoinu. Lúxuslíf.
Hvað geri ég, þegar námið er búið og ekki lengur kaffivél? Sem betur fer hef ég rúmlega tvö ár til að búa mig undir breytinguna. Best að njóta þessara fríðinda þangað til.
5 Comments:
Bara skotinn í kaffisjálfsala. haha
April 12, 2005 at 7:45:00 PM GMT+2
Undurfalleg lýsing á einstöku sambandi þínu við kaffivélina og þetta andartak þegar þú umbunar sjálfum þér með svolítilli hvunndagssælu... í sálfræðinni kallað delayed gratification svona svipað og að borða fyrst kökuna en geyma súkkulaðikremið þangað til síðast...ég veit að bróðir þinn kannast við þessa alþýðusálfræði.
Haltu þessu áfram þetta eru skemmilegir pistlar!!
gamli
April 13, 2005 at 1:28:00 PM GMT+2
Veistu nokkuð hvar maður getur keypt svona kaffivél? Ég ætla að láta FS vita. Hljómar mun betur en sjötíukrónasullið þeirra.
April 13, 2005 at 5:37:00 PM GMT+2
Skemmtileg frásögn kallinn, en ég er ekki frá því að það sé svipað kvikindi í mínum skóla, nema þar kostar bollinn af kaffi 50kr en ef maður vill vera flottur á því og kaupa súkkulaðidrykki þá þarf maður að reyða fram heilar 90kr, sem sleppur því hann gefur tilbaka líka:)
Ég átti nú frekar von á því að það væri bara kútur í skólanum, a.m.k. bjórsjálfsali.
April 15, 2005 at 12:39:00 AM GMT+2
Hjalti..
Prufaðu að hringja í Knud E. Thomassen í síma 0045 86992100. Hann er örugglega mjög hamingjusamur gaur.
Siggi...
Þetta með að arkitektanemar drekka mikinn bjór og þurfi þess vegna bjórkút í skólann er alræmdur misskilningur. Arkitektanemar eru bindismenn hinir mestu.. jájá
April 18, 2005 at 4:15:00 PM GMT+2
Post a Comment
<< Home