Pólitík: Hvar eru sannfæringar?
Deiglan er athyglisvert vefrit og á margan hátt mjög gott. Þar er að finna vönduð greinaskrif og margt áhugavert ber á góma. Ég er þó, í mörgum tilfellum, ósammála skoðunum sem þar koma fram. Finnst einfaldlega margt annað mikilvægara en endilega að stuðla að (reykngar)frelsi einstaklingsins. Þó vefritið vilji ekki kenna sig við neinn ákveðinn flokk þá stafar tvímælalaust töluverður Sjálfstæðisflokkskeimur af því.
Þess vikuna gera þeir óspart grín af Framsóknarflokknum, segja að hann sé flokkur fyrir hagsmunapotara sem skortir alla sannfæringu.Er reyndar alveg sammála þeim þar. En af hverju að gera grín að flokk sem hallast að þeirra eigin flokk þessa dagana og er í stjórnarsamstarfi með þeim? Ef þetta er svona óhæfur flokkur af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn þá í stjórn með þeim? Er mikil sannfæring að vera með flokk í ríkisstjórn sem skortir sannfæringu? Er Sjálfstæðisflokkurinn að hugsa fyrst um hag þjóðarinnar ef þeir eru svo með hagsmunaflokkinum alræmda í ríkisstjórn?
Hinsvegar hafa vinstriflokkarnir líka dottið í samband með Framsókn og þess vegna ekki alltaf skárri. Eiginlega spurning hvort þetta “ríkisstjórnarkoncept” sé ekki eitthvað að mis?
En af hverju eru þeir að blaðra um í heila viku hvað einn flokkur sé púkó? Taka þeir svona þemavikur á alla flokkana? Af nógu af taka hjá Sjálfstæðisflokknum. Eins og Heimdallarkosningar, sem snúast um sannfæringar, en samt meira um að skrá alls konar fólk (oft án þess að fólk viti það) í flokkinn og hringja sem flest símtöl og væla í fólki: “Við vorum nú saman í Grandaskóla, á ekki að kjósa mig?”
Það er hægt að setja út á alla flokkana sem bjóða sig fram. En ef þeir ætla að rakka einn flokk niður í viku þá verður það að gilda um alla. Ég veit ekki af hverju þeir eyða viku í svona vitleysu, kannski smá gúrkutíð á skynsamlegum sannfæringum? Vonandi.
2 Comments:
Ég ætla nú ekkert að verja Deigluna en þó að þeir hallist að sjálfstæðisflokknum þurfa þeir ekki að verja framsóknarflokkin með kjafti og klóm bara því að hann situr í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum. Ég sem vinstri-grænn hef engan áhuga á að verja Alfreð Þorsteinsson bara því framsóknarflokkurinn og vinstri-græn bjóða sig fram undir sömu merkjum.
Ég er hlynntur því að leggja R-listann niður.
Heil vika í að drulla yfir framsóknarflokkin er kannski of mikið af því góða þótt að það sé gaman að tala illa um framsóknarflokkinn. Það er eins og þeir leggi meira í að gagnrýna flokkin út af því að hann er þessi flokkur og finni svo málefnin eftir á.
May 5, 2005 at 1:20:00 AM GMT+2
svo má ekki gleyma því að þær greinar sem þarna eru ritaðar eru bara skoðun hvers greinarhöfunds, semsagt endurspegla ekki skoðun flokksins!
Þó foringjahollustan margrómaða lifi góðu lífi, má ekki gleyma að menn mega hafa mismunandi skoðanir.
May 10, 2005 at 4:14:00 PM GMT+2
Post a Comment
<< Home