Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Wednesday, May 18, 2005

Álver

Þegar ég sá myndina sem fylgdi þessari frétt http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=41893 fyrst hélt ég að einhver photoshopnördinn hefði skeytt álverinu í Straumsvík saman við Þingvelli, annað hvort í áróðursskyni gegn álverum eða hreinlega í gríni. En þegar betur er að gáð þá er þetta alvöru mynd!

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessa mynd? Hugsa að flestum fyndist nú fallegra að hafa bara kofana með en ekki álverið. Ég verð að játa að myndin er ótrulega spennandi og vel tekin. Andstæður í ískenskri byggingalist. Sögulegt myndefni.

Hef ekkert á móti verksmiðjubyggingum, oft að finna dramatískt og spennandi formtungumál sem stillir upp andstæðum við ytra umhverfi. Verksmiðjur eru, oftar en ekki, óhjákvæmilegur hlutur í hverju samfélagi til að auka lífsgæði. Tankarnir, sem brjóta upp fjallamyndina á Reykjanesskaganum, eru tákn um trú og von á aukin lífsgæði.

Í fréttinni kemur fram að stækka eigi álverið og í kjölfarið verður höfuðborgarsvæðið eitt mengaðasta svæði Evrópu. Það er nú alveg dræmt. Stóriðjan margumtalaða á að auka lífsgæði en ekki spilla. Hinn upprunalegi tilgangur er orðinn að engu. Tankarnir muna verða að minnisverða um heimsku og skammsýni íslenskra stjórnvalda.

Einnig kemur fram, í sömu frétt, að Reykjanesbrautin verði færð í lykkju til hliðar í kjölfar stækkunarinnar. Meiri vitleysan það! Ímyndið ykkur hvað það væri nú spennandi ef brautin læi beint í gegnum þessa risaverksmiðju? Sé fyrir mér umhverfi eins og í einhverri vísindaskáldsögu. Blade Runner kemur upp í hugann með allt sitt myrkur og óreiðu. Alveg æpandi andstæða að keyra úr fallegri, rómantískri, íslenskri náttúru inn i myrkan, tæknivæddan verksmiðjufrumskóg. Dimmuborgir nútíðarinnar.

Ef yfirvöld ætla að halda mengunum og umhverfisslysum áfram, þá er eins gott að gera það með "stæl". Vona samt að myndin haldist óbreytt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home