Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, June 16, 2005

Fréttaskýringar 2

Sumarið er komið. Tókn nefnilega eftir því að gúrkutíðin er komin á netið.

Gagnrýnd fyrir að nýta þotu Baugs
Fyrsta fréttin er um forsetafrúnna okkar, Dorrit Moussaieff. Ferðaðist með einkþotu Baugs til að ná tískusýningu. Það finnst einhverjum þingmönnum, sem ekki vilja láta nafn síns getið, gagnrýnisvert. En hverjum er ekki sama hvernig forsetafrúin kemst á milli, þegar hún vill hlaupa eftir öllum þessu glysgjörnu áhugamálum sínum? Er ekki einmitt gott að hún nýti sér góðvild Baugs í stað þess að ferðast á kostnað skattborgara?

Jón Baldvin hættir sem sendiherra í Helsinki
Mikið er alltaf spennandi að heyra um tilfærslur sendiherra. Hér úti er maður nefnilega í gríðarmiklu sambandi við sendiherrann sinn. Hvar væri ég án hans? Annars er athyglisvert að einu skiptin sem þeir eru í fréttum er þegar þeir flytja sig milli sendiráða. Þá gefur utanríkisráðuneytið út gríðarmikilvæga fréttatilkynningu þar sem þetta kemur fram. Aldrei kemur neitt fram um hvað þeir afreka í sendiherratíð sinni í viðkomandi borg. Bara stutt og laggott: ” Jón Baldvin Hannibalsson lætur af störfum sem sendiherra í Helsinki og ...” Svo ekkert meira fjallað um Jón Balvin eða hans störf. Það liggur við að það komi meira fram í fyrirsögninni en sjálfri fréttinni.

Einn skemmdarvarga á ráðstefnu úrskurðaður í gæsluvarðhald
Sorgleg staðreynd með virkjanaframkvæmdir á Austurlandi. Ekki minna sorglegt hvernig fólk mótmælir þessum aðgerðum. Kastandi grænu gumsi! Er þetta það besta sem fólki getur dottið í hug? Bitnar miklu meira á hóteleigendum en ráðstefnugestum. Þeir virðast nefnilega skemmta sér konunglega yfir þessu uppátæki. Sjáið bara glaða manninn á myndinni! Þegar fólk mótmælir á þennan hátt þá er það miklu meira að skemma fyrir málstaðnum. Það á að fangelsa þetta fólk fyrir heimsku og asnaskap meira en fyrir eignartjónið.

David Beckham og Snoop Dog orðnir sms-vinir
Þetta er virkilega ekki fréttnæmt. Er til gelgjulegri frétt? Ef fyrirsögnin væri hinsvegar: “David Beckham og Snoop Dog byrjaðir saman”, þá væri það hugsanlega fréttnæmt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home