Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Tuesday, September 13, 2005

Hver verður næsta Bríet?

Feministar. Ég styð þær. Þeirra málstaður á tvímælalaust upp á pallborðið. Ýmislegt sem betur mætti fara hvað varðar konur í þjóðfélaginu. Á þá helst við konur á vinnumarkaði. Fórnfýsi kvenna á vinnustað á sér nefnilega oft engin takmörk. Gera miklu meira en þeim er ætlað, án þess þó að græða á því. Taka vinnuna mun meira inn á sig en karlmenn. Kvarta endilega ekki, þó þær ættu að gera það. Yfirmennirnir vita þetta gjarnan en gera þó ekkert í málunum. Út frá hagkvæmnissjónarmiðum er líka óþarfi að gera eitthvað.

En hvað gera feministar landsins? Er eitthvað rætt um þessa sálrænu eiginleika kvenna og áhrif þess á samfélagið? Er það kannski þarna sem rót vandans liggur? Hef allavega ekki tekið eftir umræðu af þessu tagi. Tek meira eftir kvörtunum þeirra vegna komu einhvers rappara til landsins eða fréttamanns sem slær á létta strengi og kallar tvær framakonur ljóskur. Yfir svona geta þær endalaust tuðað og eytt kröftum sínum í vitleysu. Aðalmálið virðist vera að koma með yfirlýsingar á opinberum vettvangi. Eins og þær keppist allar um að verða næsta Bríet Bjarnhéðinsdóttir, í stað þess að hlúa að fórnfúsu vinnukonunni sem eflaust hefur verið meginmarkmið Bríetar.

Hinsvegar er þessi fórnfýsi kvenna huglægt fyrirbæri. Lifum einfaldlega í þjóðfélagi þar sem staðreyndir þurfa að vera til staðar svo unt sé að ræða málin. Þetta sem ég hef varpað fram um fórnfýsina er til að mynda eitthvað sem ég byggi á mínu eigin innsæi og þar af leiðandi getur hver sem er sagt að þetta sé vitleysa í mér.

En ekki er öll nótt úti enn. Til að sannreyna hvort ég hafi rétt fyrir mér væri mögulegt að standa fyrir allsherjar skoðunarkönnun þar sem unt væri að sýna fram á, að konur fórnuðu sér um of fyrir vinnuna. Svona rannsóknir geta auðvitað aldrei komið með fullkomið svar en eru þó oft í áttina. Að minnsta kosti skárri kostur en að varpa endalaust fram yfirlýsingum.

2 Comments:

Blogger mariaogn said...

heir heir ! ;)

September 14, 2005 at 5:33:00 PM GMT+2

 
Anonymous Anonymous said...

Hvar værum við án kvenna? Þyrftum kannski að vinna á kvöldin líka;)

Kv. Siggi Freyr

September 19, 2005 at 7:20:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home