Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, September 25, 2005

Institut III

Á 3. ári í arkitektaskólanum velja nemendur sér deild. Í boði eru 5 deildir þar sem hver og ein hefur sínar áherslur. Þær hafa líka nöfn, mín deild heitir á þennan veg: “Insitut III: Arkitektonskt kulturarv”. Nöfn deildanna byrja s.s. á “Institut”, svo koma rómverskir bókstafir og loks faglegt innihald deildarinnar.

Þegar fólk hefur svo valið eitthvað þá eru auðvitað allir að spyrja hvaða deild viðkomandi hafi valið. Svona spurningaralda. Mér tekst, engu að síður, alltaf að klúðra þessum einföldu tjáskiptum. Lítum á dæmi, þýtt yfir á ca. íslensku:

Einhver: “Jæja, á hvaða deild ert þú nú kallinn?”
Ég: “Ég er á kulturarv”
Einhver: “Er það institut III?”
Ég: “Það veit ég ekki?
Einhver: “Nú? Hvaða deild er þetta eiginlega?”
Ég: “Þetta er deild hinna gömlu borga og bygging, þar sem sögulegt og menningarlegt sjónarhorn er tekið fyrir. Hvernig gamalt er hugsað upp á nýtt. Hvað hefur varðveislugildi. Framandi menningarheimar. Þetta fæst deildin í megindráttum við”
Einhver: “Semsagt institut III?”
Ég: “Veit ekki númerið en þetta er allavega kulturarv”
Einhver: “Er þetta kannski institut IV?”

Þegar hér er komið við sögu þarf ég gjarnan allt í einu að fara á klósettið eða bara hlaupa einhvert burt. Þessar númeringar á deildunum vaxa mér einfaldlega um höfuð. Það sem ég heldur ekki skil er hvernig fólk virðist flokka mig og aðra eftir númeri. Er heilinn þeirra allur í tölum, eins og svona þvengskipulagt bókhald? Er þetta kannski þessi “kalanderhyggja” í Dönum sem er alveg að fara með þá?

Þetta er reyndar allt ad koma núna. Ég man að mín deild er númer 3. Þannig að þegar ég er spurður núna þá svara ég bara: “Institut III”. Stundum þarf svo viðkomandi einhverra hluta vegna að hlaupa á klósettið?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home