London
Þar er mikið af fólki. Heimsótti borgina í haustfríinu sem og Skotland í nokkra daga. Var þó aðallega að heimsækja frændfólk mitt. Hitti einnig Ara vin minn (sem á heiðurinn á “bjarkitekt” nafninu) en hann stundar nám í kvikmyndaskóla í borginni. Gríðarlega skapandi og skemmtilegar manneskjur allt saman. Gaman.
Þegar ég var í Skotlandi leið mér allan tímann eins og í breskum sakamálaþætti með tilheyrandi stefi úr Ruth Rendell þáttunum. Athugull allan tímann, sérstaklega þegar mér var boðið upp á te. Ekkert grunnsamlegt gerðist.
Að vanda hittir maður margt áhugavert fólk í svona ferðum. Gaur sem sat á móti mér í lest var nýsloppinn úr herfangelsi. Sat inni í mánuð. Fannst það ekki gaman. Ef það er agi í hernum þá er víst agi í x veldi {x : 2,3,...} í svona fangelsi. Af hverju hann sat inni, fékk ég þó ekki að vita.
Í borg eins og London verða líka gríðarlega margir tvífarar á vegi manns. Tvífari ferðarinnar var gaur að nafni Anand og var hann indversk útgáfa af vini mínum Snorra Stefánssyni, lögfræðinema.
Skemmtanalífið lét ég heldur ekki ósnortið. Þar ber hæst að nefna svokallað “skvatt-party”(ekki hugmynd hvernig er stafað, pirrandi). Hér er um að ræða hóp fólks sem flyst saman í yfirgefin hús. Í veislunni voru gríðarlega margir, ca 800 manns. Haldið í þriggja hæða fyrrverandi iðnaðarhúsnæði og tónleikar á hverri hæð. Einn stigagangur og eitt klósett. Fólk af öllu tagi. Þó aldrei séð eins mikið af pönkurum. Huggulegt fólk. Líka börn og meira að segja hundar. Lög og regla eru ekki þarna. Hinsvegar góð stemmning og friðsamleg samkoma.
Í London er líka arkitektúr. Spennandi. Það sem stendur þó upp úr í svona ferð er samvera með góðu og skemmtulegu fólki.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home