Fréttir... af mér
Í dag ætla ég að taka mér hlé í að hafa skoðanir á öllu mögulegu. Þess í stað ætla ég að lýsa yfir gleði minni yfir að hafa hlotið ferðastyrk. Já, það er gaman að vera til.
Styrkurinn er gefinn til 5 nemanda, einum af hverri deild, sem þykir hafa staðið sig vel í námi að mati kennara hverrar deildar. Ég var s.s. tilnefndur til styrkveitingarinnar. Það er ekkert nema gríðarlegur heiður. Einnig mjög þakklátur.
Styrkveitingin fór fram á 40 ára afmæli skólans núna um síðustu helgi. Svo skemmtilega vildi til að ég var ekki sá eini úr vinahópnum sem fékk styrk en auk mín fékk Johan og Julia styrk. Ekki leiðinlegt að vera innan um svo hugmyndaríkt og skemmtilegt fólk hérna úti!
Aðdragandi sjóðsins bakvið styrkinn er reyndar nokkuð sorglegur. Árið 1986 fórust tveir arkitektanemar, Tina og Henrik, í bílslysi þegar þau voru í námsferð í Tailandi. Fyrir vikið var gefin út bók til minningar um þau sem heitir “Fantasi eller virkelighed”. Þar er að finna greinar eftir ýmsa duglega arkitekta ásamt ferðaskissum og teikningum eftir Tinu og Henrik. Greinararnar fjalla um gildi námsferða og þá auðmýkt sem hver og einn þarf að temja sér fyrir faginu. Mjög samúðarfull bók en á sama hátt “inspirerandi” og hvetjandi.
Næsta skref er að komast að því hvert ég ætli að fara, hvenær og hversu lengi. Í ferð sem þessari hef ég áhuga á að læra um arkitektúr í framandi menningarheimum og hvernig arkitektar frá hinum vestræna heimi geta notað krafta sína í þróunaraðstoð. Í því samhengi hefur Indland verið ofarlega á óskalistanum og er ég nú þegar byrjaður að afla mér upplýsinga. Stefni á að ferðalag á næstu önn.
Að hljóta svona styrk er mikil hvatning. Einnig er talsverð ábyrgð sem þessu fylgir. Í því samhengi er mikilvægt að geta miðlað reynslu sinni af svona ferð til annarra, líkt og gert er áðurnefndri bók. Nú er bara að halda áfram og gera sitt besta.
5 Comments:
Þú kemur nottla bara beint til Íslands fyrir þessa peninga! Kv. Árni
October 16, 2005 at 3:50:00 PM GMT+2
Þú kemur nottla bara beint til Íslands fyrir þessa peninga! Kv. Árni
October 16, 2005 at 3:50:00 PM GMT+2
Til hamingju með þetta! ekkert smá flott.
October 16, 2005 at 4:55:00 PM GMT+2
congrats frændi..........
October 19, 2005 at 11:13:00 PM GMT+2
Takk takk.
October 24, 2005 at 8:44:00 PM GMT+2
Post a Comment
<< Home