Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, October 09, 2005

Fréttaskýring

Samtökin Vinir einkabílsins stofnuð
Þetta er eiginlega stórfrétt. Að fólk hafi sköpunarkraft í sér til að koma svona heimskulegum samtökum á laggirnar er aðdáunarvert. Ég veit reyndar ekki enn hvort þetta sé einhver grínfrétt? Hefur Baggalútur.is náð að hakka sig inn á vef Moggans? Eða eru þetta bara einhverjir algörir grínarar sem standa á bak við samtökin? Ef svo er, þá er þetta næstum því smá fyndið. Ef hinsvegar ekki, þá eru þetta mjög eigingjörn og sjálfhverf samtök. Hvað um hugsa fyrst um aðgengi aldraðra, barna og þeirra sem hreinlega ekki eiga bíl? Hugmyndin um almenningssamgöngur er ekki bara “flipp”! Hafa þeir heyrt orðið mengun? Vita þeir að Reykjavík er nú þegar eitt stórt malbik? Vita þeir eitthvað?

Í fræðibókum um skipulag er Reykjavík tekin sem dæmi um hvernig eigi ekki að standa að málum. Það sem þeir ekki vita er að ef til væru alheimssamtökin “Vinir einkabílsins” þá væri Reykjavík n.k. Mekka þeirra samtaka.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

erum við ekki nánast öll meðlimir í þessum samtökum, beint eða óbeint?

Sá sem kemur með hugmynd að kerfi sem virkar hér ætti skilið nóbelsverðlaun;) Án gríns þá verða menn að fara að skoða betur hvað sé hægt að gera til að bæta almennings samgöngurnar.

October 10, 2005 at 6:15:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home