Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, October 28, 2005

Kjóstu mig... mamma!

Prófkjör Sjálfstæðismanna er í nánd, sem er s.s. ekkert merkilegt. Frambjóðendur segja gjarnan voðalega fallega hluti, eins og að hlúa betur að öldruðum. Segja samt ekkert hvernig. Líka að lækka skatta. Alltaf svo frumlegir en nóg um það.

Það sem er merkilegt, er þegar eitthvað innanbúðarkjör á sér stað í flokknum. Þá kemur upp árátta til að vilja skrá “ekki-sjálfstæðismenn” í flokkinn. Meira að segja hafa þeir skráð félaga annarra flokka í sinn flokk. Það er rosalega heimskulegt. Þeim finnst það allt í lagi. Segjast mundu gera það sama fyrir viðkomandi kunningja í öðrum flokk. En af hverju er það heimskulegt?

Tökum dæmi. “Ekki-sjálfstæðismaður” getur gengið eins og ekkert sé í flokkinn. Hann myndi bjóða sig fram í prófkjöri. Vinir hans, “ekki-sjálfstæðismenn” myndu safna saman liði til að skrá sig í flokkinn og kjósa viðkomandi. Hann yrði svo kosinn og í stjórnartíð sinni myndi hann flippa feitt. Í kjólfarið myndi flokkurinn tapa í næstu kosningum og “Ekki-sjálfstæðismenn” vinna.

Þetta er auðvitað ýkt dæmi en möguleikinn er fyrir hendi. En ef hvatt er til þess að fólk skrái sig í flokk gegn sannfæringu sinni, af hverju þá ekki að fara alla leið og vera með smá sprell?

Það að biðja fólk að kjósa gegn sannfæringu sinni ber vott um virðingaleysi gagnvart náunganum. “Hvaða, hvaða. Þú ert nú bara á einhverju vinstrilistamannaflippi. Koddu nú og kjóstu!” Svona á þetta ekki að vera. Það að setja vinafólk og fjölskyldu í þess háttar aðstæður er líka ósanngjarnt. Vinum og vandamönnum vill maður allt hið besta. Þennan tilfinningatengda þátt ber að virða í stað þess að misnota og koma sjálfum sér á framfæri.

Það er örugglega ekki auðvelt að vera frambjóðandi. Tekur örugglega mikla orku og er stressandi. En þá er ekki þar með sagt að það eigi að vorkenna fólki og kjósa það. Í stjórnmálum verður hver og einn að vera sjálfstæður, óháður ættingjum og vinum, til að lifa af í hörðum heimi.

1 Comments:

Blogger Svala said...

þetta er rétt hjá þér....ég var skráð í þennan fokking flokk af vinkonum mínum fyrir svona 10 árum, til að þær kæmust á eitthvað ball!!...og er örugglega enn í honum...reyndi að fá að skrá mig úr honum, en var sagt að það væri ekki það léttasta....spurning um að bjóða mig fram")

November 12, 2005 at 5:16:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home