Ýmislegt undarlegt
Er ekki eitthvað hálf vandræðalegt við þessa fyrirsögn? Tveir handteknir eftir að hafa riðið húsum á Akureyri Mikið er ég samt feginn að þetta sé ólöglegt.
En að öðru, rakst á “grein vikunnar” á Deiglunni um daginn. Skynsemisgróði Þar er talað um sígarettufyrirtæki í Bandaríkjunum sem hjálpar fólki að hætta að reykja. Þetta finnst pistlahöfundi alveg voða sniðugt. Rosalega skynsamlegt að græða á að hjálpa fólki. Talar einnig um matvælafyrirtæki sem loksins sér sóma sinn í að auglýsa ekki óhollan barnamat og kemst þannig hjá því að verða lögsótt. Allt er þetta gríðarleg skynsemi að mati pistlahöfundar.
Athyglisvert. Til að græða pening er s.s. skynsamlegt að selja vöru sem höfðar til veikleika mannsins. Svo þegar manneskjan er að niðurlútum komin þá er sjálfsagt að selja henni lækningu við vörunni. Ég get ekki betur séð en að hér sé frjáls markaður að teyma samfélagið á asnaeyrunum. En það er greinilega bara gríðarlega skynsamlegt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home