Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, November 18, 2005

Stjórnmálaskýringar frá DK

Um daginn voru sveitastjórnarkosningar í Danmörku. Miðað við prófkjör Sjálfstæðismanna er kosningabarátta flokkanna í Aarhus, þar sem búa um 300 þús. manns, aðeins dropi í hafið. Fylgdist svo um daginn með umræðu á Aarhus-sjónvarpsstöðinni (sem er ekki ósvipuð Selfoss sjónvarpsstöðinni í glansheitum). Þar töluðu borgarstjóraefni á rólegum og málefnalegum nótum, allt var á “dagsorden” og Árósarbúar e.t.v. að skrifa “referat” heima í stofu. Þarna vantaði s.s. allan morfísrembinginn sem er svo áberandi hjá íslenskum stjórnmálamönnum.

En nóg um það. Í Kaupmannahöfn voru sömuleiðis kosningar. Þar voru öllu meiri læti, aðallega samt vegna borgarstjóraefnis “ danske folkeparti”, Louise Frevert. Andstæðingar hennar komust nefnilega að því að hún hefði leikið í klámmyndum í byrjun áttunda áratugarins. Fyrir vikið var skellt upp plakötum sem sýndu mynd af henni ungri... (klippt út af ritstjóra þessarar vefsíðu). Fyrirsögnin var eitthvað á þessa leið: “Louise fer alla leið!”

Hér er margt undarlegt á seyði. Til að mynda er ótrulegt að andstæðingar hennar hafi endilega þetta á móti henni, þegar hún er í jafn ómannúðlegum flokki og raun ber vitni. Fyrir þá sem ekki vita þá er “danske folkeparti” rasistaflokkur af verstu sort sem þó um fjórðungur dönsku þjóðarinnar kýs. Óhugnanlegt það. Eðlilegur áróður í þessu samhengi væri miklu frekar að hengja upp plaköt sem mótmæla þessari hreinlega hættulegu hugmyndafræði sem hún og þessi flokkur stendur fyrir.

Fjölmiðlar hér úti töluðu þó um að þetta myndi ekki skaða fylgi hennar. Það er athyglisvert í ljósi þess að fylgi flokksins er að miklu leyti meðal eldra fólks. Get ekki beint séð dönsku Matadorkynslóðina setja x við svo óþekka stelpu. Svona lagað truflar samt e.t.v. ekkert unga fólkið sem kýs flokkinn.

Mynd af þessu plakati var svo birt í öllum fjölmiðlum. Sérstakt, eða ekki. Danir eru að þessu leyti aðeins of frjálslyndir sem kemur best í ljós á myndbandaleigunum. Þar er ekki óalgengt að sjá kannski Disney ævintýrið “Bambi” við hliðina á ...(klippt út af ritstjóra þessarar vefsíðu). Ósmekklegt. Þarna eru Danir samt allt í einu alveg sama. Að öllu jöfnu eru þeir þó minnst “ligeglad” allra þjóða og þegar kemur að útlendingum, þá fýkur lýsingarorðið fræga endanlega burt hjá mörgum.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Makalaust merkileg þjóð þessir Danir...

gamli

November 21, 2005 at 9:52:00 AM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

skemmtilegur pistill frændi....

siggi

November 28, 2005 at 11:33:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home