Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, December 01, 2005

Andlit

Þessi frétt hristi heldur betur upp í mér í dag. Læknar í Frakklandi hafa framkvæmt fyrstu andlitságræðslu sögunnar Hljómar eins og vísindaskáldsaga. Um er að ræða konu sem bitin var í andlitið af hundi með þeim afleiðingum að andlit hennar afmyndaðist. Fékk svo “nýtt” andlit af heiladauðri konu. Óhugnanlegt. Vissi ekki að hægt væri að kroppa svona í fólk áður en það er alveg látið.

Fréttin vekur upp stórar spurningar. Hvaða hugmynd höfum við um þetta sem við köllum andlit? Af hverju að fá andlit einhvers annars, í stað þess að útbúa gerviandlit?

Í heimi þar sem fegurð er oft bundin við unglegt útlit, væri æskilegt að hafa andlit sem ekki eldist. Með lítaaðgerðum er ungt og hrukkulaust andlit vel mögulegt. Söngkonan Tina Turner er þar gott dæmi. Þessi andlitságræðsla er hinsvegar í sterkri mótsögn við þessa hugmyndafræði. Fólk vill hafa hrukkur. Það vill líta út fyrir að vera lífsreynt og hafa lifað. Gerviandlit gæti ekki uppfyllt þær kröfur.

Andlit hvers og eins skiptir því sköpum. Hlutföllin og fegurðin skiptir þar minna máli. Aðalmálið eru einkenni sem bera vott um persónuleika. Andlitseinkenni er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar nafn einvers ber að góma. Sömuleiðis ef eitthvað lýsingarorð er sagt, tökum sem dæmi orðið “nýskur”, þá sér maður andlit nýskrar manneskju.

Þess vegna er frekar sérstakt þegar manneskja fær andlit einhvers annars. Hitt andlitið endurspeglar aðra persónu í huga fólks. Ennfremur undarlegt fyrir fólk sem þekkir heiladauðu konuna. Ef sú kona var t.d. nýsk, þá gengur önnur kona um með andlit sem tengt er við nýsku.

Hvað fyndist manni um það að einhver annar bæri andlits manns? Að fá nýtt andlit er nefnilega ekki það sama og að fá nýtt nýra. Hinsvegar er andlit frá öðrum betra en afskræmt andlit. Eðlilegt útlit hefur einfaldlega mikið gildi. Því verður maður að taka svona löguðu með opnum huga. Þó er mörgum spurningum ósvarað í þessum málefnum. Mun fyrst komast að eiginlegri niðurstöðu eftir marga áratugi, ef ég mun þá komast að niðurstöðu.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já, ég missti andlitið þegar ég las þessa frétt...

gamli

December 2, 2005 at 10:39:00 AM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

góður...

December 2, 2005 at 3:37:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Mín fyrsta hugsun þegar ég las þessa frétt var hversu hræðilegt það er að láta hund rífa hálft andlitið af sér. Nú þarf bara að innleiða þessa nýju skurðaðgerð í Asíu þar sem menn henda sýru framan í konur sem vilja ekki giftast þeim.

December 4, 2005 at 10:04:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home