Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, January 29, 2006

Náttúrufræðihúsið II

Alltaf er ég að upplifa eitthvað nýtt. Í Aarhus er annað náttúrufræðihús. Það heitir “Naturhistorisk museum” og er líka í háskólagarðinum. Þar er gríðarlegur fjöldi af uppstoppuðum dýrum.

Fyrsti sýningasalur tilheyrði dýra- og lífríki Danmerkur. Þar var lögð rík áhersla á að sýna uppstoppuð dýr í einhverjum ákveðnum aðstæðum. Til að mynda var þarna villigöltur “dauður” á síðunni eftir að hafa verið drepinn með svona Hróa hattar ör. Einnig var þarna mús uppstoppuð við mismunandi aðstæður, m.a. klósettaðstæðum. Svo fylgdi með útskýring á orkuneyslu músa, s.s. mjög raunsætt og fræðandi.

Athyglisvert var einnig að sjá dýr sem aðlöguðu sig að byggingum. Maður pælir ekki mikið í því en hús almennt eru mikill dýragarður. Oft er þó um að ræða dýr sem við viljum ekki vita af, eins og rottur í kjallara eða minni dýr í eldhúsi og baðherbergi. Ný hugmynd að dýragarði er s.s. hús sem safnar öllum þessum dýrum saman í mismunandi rými og svo yrðu þau römmuð inn í gler. Nei, þessi hugmynd er fáránleg.

Á annarri hæð voru hinsvegar geitungar rammaðir inn í nokkurs konar glerkassa. Þar voru þeir önnum kafnir við að búa sér til bú. Frá búrinu var svo n.k. glerrör inn í vegginn. Sökum gríðarlegrar geitungafóbíu fannst mér þetta hálf óhgnanlegt, glerið má helst ekki bara allt í einu brotna. Engu að síður spennnandi. Geitungar eru nefnilega vinnusöm dýr og ekki svo vitlaus. Hver man ekki eftir geitungadansinum úr menntaskólalíffræðinni?

Annars mæli ég með þessu safni. Gríðarlega skemmtilegt og fræðandi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home