Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, January 20, 2006

Kaffihús og veitingastaðir

Eftir þrjú og hálft ár í Árósum er fátt nýtt sem ber á góma. Er orðinn rótgróinn borginni, finnst mér. Þekki miðbæinn, kaffihúsin, söfnin og alla menninguna. En svo uppgötvar maður nýjar hliðar á borginni eða borgum almennt. Kaffihús í tengslum við stórmarkaði.

Uppáhalds kaffihúsið mitt er inni í öðru húsi, verslunarmiðstöðinni Storcenter Nord. Samt ekki svona asnalegt og stórt rými eins og stjörnutorgið í Kringlunni. Meira eins og lítið kaffihús sem hefur verið flutt inn í bygginguna. Í rauninni eins og leiksvið, þar sem innréttingin er eins og um gamalt hús væri að ræða. Eina útsýnið er inn í einhverjar fatabúðir hinum meginn við ganginn. Þarna er líka alltaf gott veður og hlýtt. Allt iðar af mannlífi.

Það besta er að kaffihúsið er laust við alls kyns “wonabe” menningarvita (eins og “101 Reykjavík týpur”) og misskilda listamenn. Þarna kemur einfaldlega fólk af öllum stéttum. Markaðsöflin fá hér prik fyrir að takast að búa til gott og heilbrigt mannlíf.

Uppáhalds veitingastaðurinn minn, hér í Árósum, er mötuneytið í Ikea. Strætó upp í langt í burtu. Hringur í búðinni og kaup á einum uppþvottabursta. Kaupa svo eins og 10 sænskar kjötbollur og tilheyrandi kaffi og kökur á eftir. Það vill svo heppilega til að mötuneytið er staðsett á 2. hæð, rétt fyrir ofan innganginn, sem gerir manni kleift að fylgjast með alls konar fólki streyma inn og koma svo út með ýmis konar húsgögn.

Kaffihúsið er gott dæmi um eftirhermun á menningu. Það skemmtilega við menningarlega eftirhermun er að hver og einn getur ímyndað sér að hann/hún tilheyri einhverri annarri menningu. Ég virði þó menningarvitana sem halda fast í upprunalegu kaffihúsin í gamalli borgarmynd. Svíarnir í Ikea ganga þó skrefinu lengra, hugsa sína kjötbollumenningu saman við ódýr húsgögn fyrir fólkið. Það er eiginlega bara snilld.

2 Comments:

Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Já, gaman að þú (sem kommentar her að ofan) sert að lesa bloggið mitt og skiljir alla islenskuna mina.

January 22, 2006 at 2:20:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Nice brief and this mail helped me alot in my college assignement. Say thank you you on your information.

March 19, 2010 at 7:30:00 AM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home