Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, January 08, 2006

Kvikmyndahornið: Topp 10 listi

Topp 10 listar hafa gjarnan þótt vinsælir þó minna beri á þeim nú í dag. Eins konar 10. áratugar fyrirbæri. Á þeim tíma átti eg mér alls konar topp 10 lista og ávalt einn um kvikmyndir. Verð að játa að það er eitthvað skemmtilegt við svona listaáráttu. Skipuleggjarinn og alhæfarinn í manni fær hér að njóta sín. Því ákvað ég að prófa, í fyrsta skipti í mörg ár, að búa til kvikmyndalista.

Áður en ég byrjaði hugsaði ég mér þó um hvað ætti að ráða för. Eru myndirnar vel gerðar eftir fræðilegri forskrift eða einfaldlega bara grautur af einhverju gríðarlega skemmtilegu? Er þetta bestu myndir sem ég hef séð eða bara myndir sem ná á einhvern hátt til mín? Ég hef ákveðið að láta tilfinningarnar ráða ferðinni. Myndirnar eru eftirtaldar í stafrófsröð:

Apocalypse Now
The Birds
Blade Runner
Clockwork Orange
Crimes and Misdemeanors
Darkwater (japanska útgáfan)
Fantasia
The Fast Runner
Magnolia
Nói Albínói
Persona
Shawshank Redemption
2001: Space Odyssey

Hvað er svo hægt að lesa út úr svona lista? Er þetta framtíð mín eða lykillinn að sjálfum mér? Ef einhver veit svarið eða hefur einhverja hugmynd um eitthvað þá endilega gefið komment. Annars hvet ég fólk til að prófa að búa til topp 10 lista.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég get því miður ekki svarað því hvað þessi listi þýðir en held að oftast segi þeir sitthvað um persónuna og tja,hver veit, kannski eitthvad um framtíð hennar líka. Hef sjálf aðeins séð fáar af þessum myndum svo ég get ekki sagt til um hvaða boðskap þær bera.
Er ekki viss um að þú vitir hver ég er kannski klingir Epal eða messa á aðfangadag á einhverjum bjöllum:)
Frétti (foreldrar sem þekkja foreldra, etc...)að þú værir í skóla í Árósum og langaði að athuga hvort þú gætir gefið mér einhverja hugmynd um hvernig það er að búa í þeirri ágætu borg.Er að hugsa um að fara sem skiptinemi frá HÍ(mannfræði)og koma Árósir til greina ásamt fleiri stöðum í hinum stóra heimi.
Ef þú hefur tíma þá væri frábært ef þú gætir sent mér línu á hib1@hi.is,og sagt mér eitthvað sniðugt,nú eða ekki sniðugt um borgina og hvort þú mælir með því að búa þar.
Með fyrirfram þökk fyrir svar,
kveðja
Hildur:)

January 9, 2006 at 12:37:00 AM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

ég man bara eftir seinustu mynd sem ég sé, kannski max tvær myndir aftur í tímann og því er ég frekar slakur í að búa til svona lista......gæti kannski gert það í öðrum flokki!

Rámar nú samt e-ð í þessi kvikindi sem þú nefnir, þó ég sé kannski ekki allveg sammála þér með gæði sumra eða skemmtanagildi, hvort heldur sem er.

January 9, 2006 at 3:22:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

ég þekki óvenjufáar myndir á þessum lista eða kannski helming, nei ok kannski meira oh alla vega þekki ekki allar. En sumar þeirra eru alveg týpiskar fyrir þig.
ég var ekkert svakalega hrifin af magnoliu, veit ekki af hverju þó

January 10, 2006 at 6:53:00 PM GMT+1

 
Anonymous Anonymous said...

Fínn listi og þú virðist vera í góðu sambandi við tilfinningar þínar en færð að sama skapi útrás fyrir frumþörfum þínum. Annars er synd að þú sért í Danmörku því nú er frönsk kvikmyndahátíð að hefjast um helgina og þar er myndin Cache (Hulin) á dagskrá sem er að mínu mati besta mynd síðasta árs. Sömuleiðis er Lemming á þessari hátíð en hún var opnunarmynd Cannes í ár. Ef Cache ratar til Danmörku á næstunni þá skaltu sjá hana því hún á svo innilega við Frakkland í ljósi ástandsins sem hefur verið þar upp á síðkastið og þó svo að hún sé öllu heldur sögulegs eðlis. Sjáumst.

January 12, 2006 at 3:39:00 AM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home