Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, May 25, 2006

Kuldi og kosningar

Var búinn að skrifa heilann helling af kynnum mínum við prinsinn í Ahmedabad. Undarlegt alveg en segi frá því seinna. Það er nefnilega svo ótrúlega kalt að ég hreinlega hef ekki dug í mér til að klára færsluna. Einnig ætlaði ég að gera stólpagrín af auglýsingabæklingi Sjálfsæðismanna í Reykjavík en ég nenni því ekki heldur. Skil samt ekkert hvað þau eru að pæla með þessu. Okkur kjósendum kemur það ekkert við að Vilhjálmur þessi (sem yfirleitt hefur virkað sem harður kerfiskall) sé inn við beinið krúttlegur kærleiksbangsi eða að einhver kona í 7. sæti finnist skemmtilegt á kaffihúsi með vinkonuhóppnum. Segist svo vera hægri græn: “Geðveikt umhverfisvæn sko”

Það jákvæðasta við þessa kosningabaráttu er þessi heimasíða: http://www.rvik.blogspot.com/ Stórskemmtilegir útúrsnúningar alveg.

Annars eru þessi báráttumál flokkana svo keimlík að það eina sem fólki finnst spennandi er hvort Framsóknarmenn nái manni inn eða ekki, sem og að finnast þeir púkó. Þar sem allir virðast blessunarlega hafa séð ljósið til vinstri (og nú vonum við að Sjálfstæðismenn hafi ekki bara verið að þykjast) þá er kominn tími til að þessar fylkingar vinni saman af einhverju viti. Þessi endalausa morfis árátta er fyrir löngu orðin þreytandi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home