Ganga
Það var líf og fjör í “gaypride” göngunni í gær. Gaman að því. Einnig ber að fagna löggjöf um aukin réttindi samkynhneigðra nú fyrr í sumar. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikil áhrif þessi ganga hefur haft á gang mála? Tvímælalaust mikil. Eru skrúðgöngur e.t.v. eitt besta baráttuvopn minnihlutahópa? Ef svo er, þá er spurning hvort unt væri að halda innflytjendagöngu? Bjóða útlendinga velkomna í eitt skipti fyrir öll.
Hugsanleg ástæða þess hversu innflytjendur aðlaga sig oft illa er eflaust óöryggi í nýju og framandi umhverfi. Þetta óöryggi þekki ég sjálfur frá Indlandi, þrátt fyrir að Indverjar sé með eindæmum vinalegir. Íslendingar virka ekki alltaf jafnvinalegir og enn síður íslensk stjórnvöld í þessum málefnum.
Í kringum innflytjendur hefur oft myndast umræða af neikvæðum toga; þeir nenni ekki að læra málið, halda sig út af fyrir sig og svona má lengi telja. Í Danmörku er staðan öllu verri, þar er búið að stofna stjórnmálaflokkinn ”den danske folkeparty” sem beitir sér beinlínis gegn innflytjendum. Atburðir 11. september, árið 2001, hafa einnig sett strik í reikninginn. Tortryggni gagnvart útlendingum hefur aukist um allan heim. Einfeldnisleg utanríkisstefna Bandaríkjanna stráir svo salti í öll sár.
Þess vegna er bráðnauðsynlegt að snúa við blaðinu. Fjölmargt er hægt að læra af nýrri hugsun sem streymir inn í landið. Menningu innflytjenda verður því að varðveita og unt væri að gera það í göngu. Hvert og eitt land gengur niður Laugaveginn, dansandi í þjóðbúningi (eða hvað eitt sem þeim dettur í hug) til að kynna okkur Íslendingum menningu sína. Með því að beina kastljósinu að innflytjendum í einn dag, eru auknar líkur á betri sjálfsmynd og virkari þátttöku í íslensku samfélagi.
1 Comments:
Partý 26.ágúst í bílskúrnum.... Heiða:)
August 22, 2006 at 5:13:00 PM GMT+2
Post a Comment
<< Home