Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Monday, October 09, 2006

Hugmynd... eða bara hugmyndaleysi?

Þessa dagana er ég almennt hugmyndalaus. Það er í sjálfu sér ekki svo ferlegt. Heimurinn er fullur af hugmyndum, alls staðar, alltaf. Þó það sé skemmtilegra að hafa hugmyndir þá má maður heldur ekki vanmeta hugmyndaleysið. Sömuleiðis mikilvægt að þröngva ekki fram hugmyndum ef þær vilja í eðli sínu ekki stíga fram. Þá getur nefnilega farið mjög illa. Lítum á dæmi frá dönsku teiknistofunni CEBRA. http://www.cebra.info/raadhuspladsen.swf

Þetta er um það bil ein versta hugmynd sem ég hef lengi séð. Einn helsti kostur Ráðhústorgsins er einmitt að það sé einn stór flötur. Flötur sem býður upp á mismunandi notkun frá degi til dags og í einfaldleika sínum gefur byggingum og umhverfi í kring möguleika á að njóta sín, annað en þessir undarlegu bakkar.

Teiknistofan CEBRA er ein afleiðing n.k. nýbylgju í dönskum arkitektúr sem teiknistofan PLOT http://www.plot.dk/ setti í gang fyrir nokkrum árum. PLOT hefur gert ýmislegt áhugavert og hrist upp í arkitektúr hér í Danmörku sem er ekkert nema gott. Ókostur þessarar bylgju er þó eflaust viss hugmyndarembingur. Allir þurfa alltaf að kasta fram hugmynd.

Í fjöldaframleiddum hugmyndaheimi gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir að nokkurs konar hugmyndaleysi getur verið besta hugmyndin.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home