Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, December 22, 2006

Reykjavík

Alltaf spennandi að koma til Íslands eftir nokkurra mánaða fjarveru. Oftar en ekki hefur eitthvað breyst. Tökum Reykjavíkurborg sem dæmi. Það var vissulega breyting til verri vegar þegar Hringbrautin var stækkuð og færð til. Þessa dagana er þó verið að setja hinn fræga punkt yfir i-ið í smekkleysu borgaryfirvalda. Ný bensínstöð á einum fallegasta stað boargarinnar sunnan við Þingholtin. Ekki bara einhver lítill skúr, meira í líkingu við verslunarmiðstöð.

Þessi hörmung skrifast að stóru leyti á borgaryfirvöld. Hinsvegar gleymist oft að gagnrýna sjálft fyrirtækið sem stendur fyrir óskapnaðinum. Bensínrisinn Essó. Gott dæmi um hvernig markaðurinn sniðgengur alla samfélagslega ábyrgð. Einnig íbúa nálægs hverfis sem mótmæltu þessum framkvæmdum. Áður óþekktur “aktavisti” í mér hvetur þess vegna fólk til að sniðganga bensínstöðina, í mótmælaskyni við smáborgarahátt markaðsaflanna.

Ýmsar fleiri smekkleysur hafa skotið upp kollinum á liðnum árum. Samt sem áður er óþarfi að einblína alltaf á verri hliðina, sjá þess í stað fegurðina í hlutunum eins og þeir eru. Gera upp við þá hallærislegu klisju um að Reykjavík sé ljót borg. Hún hefur sinn stíl. Þess vegna bendi ég fólki á að skoða þessa heimasíðu hér og skoðið hana gaumgæfulega. Myndirnar fanga á sterkan hátt einkenni íslenskrar menningar, fyrr og nú.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ætlaði bara að vera viss um að þú hefðir ekki dottið fram af svölum. Gleðileg jól, Robbi.

December 25, 2006 at 10:31:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Ég er hér, eldhress. Ekkert svalavesen á mér. Gleðileg jól.

December 27, 2006 at 1:34:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home